Tiger hlýtur virt útflutningsverðlaun Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júlí 2014 12:52 Henrik prins stendur hér í miðjunni og Christian Mariager er lengst til hægri. Dómnefnd fyrir Verðlaun Frederik IX Danakonungs hefur sæmt Zebra A/S, eiganda verslunarkeðjunnar Tiger, heiðursverðlaunum fyrir framúrskarandi árangur á dönskum útflutningi. Tiger er í dag í yfir 20 löndum og opnar í hverri viku 2-3 nýjar búðir. Við val nefndarinnar á Tiger, tók nefndin til greina að vörur Tiger eru ekki einungis vinsælar vegna þess að þær eru hagnýtar og skemmtilegar en einnig vegna danskrar ímyndar þeirra, sem viðskiptavinir um heim allan tengja við danska hönnun, arkitektúr, sögu og dönsk gildi. Verðlaunin voru afhent af Hans hátign, Henrik prins, eiginmanni Margrétar Danadrottningar, sem einnig er formaður nefndarinnar og Útflutningsráð Danmerkur hafði yfirumsjón með verðlaununum. Danska verslunarráðið tilnefndi Zebra til verðlaunanna. „Okkur er mikill heiður að taka við heiðursverðlaunum Friðriks IX og erum afar stolt. Þetta eru verðlaun sem munu án efa hjálpa okkur að opna dyr að nýjum mörkuðum," segir Christian Mariager, forstjóri Zebra, þegar hann tók við verðlaununum. „Með 66 verslanir í Danmörku er Tiger orðinn eðlilegur hluti af daglegu lífi Dana og bæjarmynd borga og bæja. Ég túlka ákvörðun dómnefndarinnar sem staðfestingu á því að okkur hefur ekki bara tekist að selja hönnunarvörur til Dana - við breiðum líka út stóran mikilvægan hluta af danskri menningu um allan heim. Þannig vinnum við dýrmæta vinnu í að vekja athygli á Danmörku og danskri hönnun,“ segir Mariager. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dómnefnd fyrir Verðlaun Frederik IX Danakonungs hefur sæmt Zebra A/S, eiganda verslunarkeðjunnar Tiger, heiðursverðlaunum fyrir framúrskarandi árangur á dönskum útflutningi. Tiger er í dag í yfir 20 löndum og opnar í hverri viku 2-3 nýjar búðir. Við val nefndarinnar á Tiger, tók nefndin til greina að vörur Tiger eru ekki einungis vinsælar vegna þess að þær eru hagnýtar og skemmtilegar en einnig vegna danskrar ímyndar þeirra, sem viðskiptavinir um heim allan tengja við danska hönnun, arkitektúr, sögu og dönsk gildi. Verðlaunin voru afhent af Hans hátign, Henrik prins, eiginmanni Margrétar Danadrottningar, sem einnig er formaður nefndarinnar og Útflutningsráð Danmerkur hafði yfirumsjón með verðlaununum. Danska verslunarráðið tilnefndi Zebra til verðlaunanna. „Okkur er mikill heiður að taka við heiðursverðlaunum Friðriks IX og erum afar stolt. Þetta eru verðlaun sem munu án efa hjálpa okkur að opna dyr að nýjum mörkuðum," segir Christian Mariager, forstjóri Zebra, þegar hann tók við verðlaununum. „Með 66 verslanir í Danmörku er Tiger orðinn eðlilegur hluti af daglegu lífi Dana og bæjarmynd borga og bæja. Ég túlka ákvörðun dómnefndarinnar sem staðfestingu á því að okkur hefur ekki bara tekist að selja hönnunarvörur til Dana - við breiðum líka út stóran mikilvægan hluta af danskri menningu um allan heim. Þannig vinnum við dýrmæta vinnu í að vekja athygli á Danmörku og danskri hönnun,“ segir Mariager.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira