Frábær opnun í Hrútafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2014 12:40 Þröstur með fallegan lax í opnun Hrútafjarðarár Hrútafjarðará opnaði 1. júlí og eins og flestar árnar á norðurlandi var opnunin með allra besta móti sem gefur veiðimönnum von um gott sumar í ánni. Fyrsti laxinn kom úr Hólmahyl sem er neðarlega í ánni á "hitch" túpu sem er líklega að verða ein vinsælasta veiðiaðferðin á landinu í dag. Alls komu 5 laxar á land fyrir hádegi að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka en áin var ansi vatnsmikil á fyrsta degi. Allir laxarnir voru tveggjá ára laxar og sá stærsti var 88 sm. Alls veiddust 8 laxar á þessum fyrsta degi sem er frábær opnun í ánni en auk þeirra veiðistaða sem gáfu lax sáust laxar í Stokknum, Surt og Brúarhyl en fyrir utan að sjá laxa víða í ánni vakti það athygli veiðimanna að þeir laxar sem veiddust ofarlega voru ekki lúsugir og hafa greinilega verið í ánni í nokkurn tíma. Stangveiði Mest lesið Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Bleikjur upp við land á Þingvöllum Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði
Hrútafjarðará opnaði 1. júlí og eins og flestar árnar á norðurlandi var opnunin með allra besta móti sem gefur veiðimönnum von um gott sumar í ánni. Fyrsti laxinn kom úr Hólmahyl sem er neðarlega í ánni á "hitch" túpu sem er líklega að verða ein vinsælasta veiðiaðferðin á landinu í dag. Alls komu 5 laxar á land fyrir hádegi að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka en áin var ansi vatnsmikil á fyrsta degi. Allir laxarnir voru tveggjá ára laxar og sá stærsti var 88 sm. Alls veiddust 8 laxar á þessum fyrsta degi sem er frábær opnun í ánni en auk þeirra veiðistaða sem gáfu lax sáust laxar í Stokknum, Surt og Brúarhyl en fyrir utan að sjá laxa víða í ánni vakti það athygli veiðimanna að þeir laxar sem veiddust ofarlega voru ekki lúsugir og hafa greinilega verið í ánni í nokkurn tíma.
Stangveiði Mest lesið Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Bleikjur upp við land á Þingvöllum Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði