Ólafur Örn varar norsk félög við að fylla liðin af Íslendingum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 09:00 FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson stýrir sóknarleik Vikings og er búinn að skora þrjú mörk. Mynd/Fkviking.no „Við erum að fara að spila við Ísland á sunnudaginn,“ segir JonasGrönner, miðvörður norska úrvalsdeildarliðsins Brann, við Aftenbladet um leik liðsins gegn Viking Stavanger um helgina. Grönner, sem spilaði með KR sem lánsmaður á síðasta tímabili, er vitaskuld að vísa til Íslendinganna fimm sem spila með Viking en þeir hafa borið uppi liðið á tímabilinu. Þeir IndriðiSigurðsson, SverrirIngiIngason, SteinþórFreyrÞorsteinsson, BjörnDaníelSverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrja reglulega allir inn á og eru búnir að skora 14 af 21 marki liðsins á tímabilinu. Allir hafa spilað vel en Grönner segir það ekki koma á óvart. Sérstaklega ekki hvað varðar Sverrir Inga og Björn Daníel. „Þeir drottnuðu yfir íslensku deildinni og voru góðir með U21 árs landsliðinu þannig þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Grönner.Jón Daði Böðvarsson var keyptur frá selfossi 2013 og er að slá í gegn.mynd/fkviking.noÓlafur Örn Bjarnason, fyrrverandi Noregsmeistari með Brann sem nú þjálfar Fyllingsdalen í C-deildinni, tekur undir orð Grönners. „Björn Daníel og Sverrir Ingi voru á meðal bestu leikmanna íslensku deildarinnar í nokkur ár áður en þeir fóru til Viking. Á Íslandi var einfaldlega beðið eftir því að þeir færu út í atvinnumennsku. Þeir voru bestu leikmenn tveggja bestu liða landsins og stóðu sig vel með U21 árs landsliðinu. Þeir hafa líka reynslu af Evrópukeppnum,“ segir Ólafur Örn. Ólafur Örn bætir við í viðtalinu við Aftenbladet að samkeppnin um íslenska leikmenn verði harðari með hverju árinu og stærri lið kroppa í þá unga að aldri. Því verður erfiðara fyrir norsku liðin að finna góða Íslendinga. Vegna þess varar hann önnur norsk félög við að blindast ekki af árangri Vikings og fara að fylla liðin af íslenskum spilurum. „Gæðin eru svo mismunandi eins og sést á þessum ungu strákum sem hverfa snemma og eldri leikmönnum sem koma heim eftir langa dvöl erlendis. Fyrir utan þrjú bestu liðin á Íslandi eru gæðin ekki meiri en í norsku 1. deildinni.“ „Brann þekkir íslenska boltann inn og út og ég veit að það var að leita að leikmönnum þegar Grönner spilaði með KR. En þetta snýst um að finna réttu leikmennina og það hefur Brann ekki gert,“ segir Ólafur Örn Bjarnason. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
„Við erum að fara að spila við Ísland á sunnudaginn,“ segir JonasGrönner, miðvörður norska úrvalsdeildarliðsins Brann, við Aftenbladet um leik liðsins gegn Viking Stavanger um helgina. Grönner, sem spilaði með KR sem lánsmaður á síðasta tímabili, er vitaskuld að vísa til Íslendinganna fimm sem spila með Viking en þeir hafa borið uppi liðið á tímabilinu. Þeir IndriðiSigurðsson, SverrirIngiIngason, SteinþórFreyrÞorsteinsson, BjörnDaníelSverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrja reglulega allir inn á og eru búnir að skora 14 af 21 marki liðsins á tímabilinu. Allir hafa spilað vel en Grönner segir það ekki koma á óvart. Sérstaklega ekki hvað varðar Sverrir Inga og Björn Daníel. „Þeir drottnuðu yfir íslensku deildinni og voru góðir með U21 árs landsliðinu þannig þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Grönner.Jón Daði Böðvarsson var keyptur frá selfossi 2013 og er að slá í gegn.mynd/fkviking.noÓlafur Örn Bjarnason, fyrrverandi Noregsmeistari með Brann sem nú þjálfar Fyllingsdalen í C-deildinni, tekur undir orð Grönners. „Björn Daníel og Sverrir Ingi voru á meðal bestu leikmanna íslensku deildarinnar í nokkur ár áður en þeir fóru til Viking. Á Íslandi var einfaldlega beðið eftir því að þeir færu út í atvinnumennsku. Þeir voru bestu leikmenn tveggja bestu liða landsins og stóðu sig vel með U21 árs landsliðinu. Þeir hafa líka reynslu af Evrópukeppnum,“ segir Ólafur Örn. Ólafur Örn bætir við í viðtalinu við Aftenbladet að samkeppnin um íslenska leikmenn verði harðari með hverju árinu og stærri lið kroppa í þá unga að aldri. Því verður erfiðara fyrir norsku liðin að finna góða Íslendinga. Vegna þess varar hann önnur norsk félög við að blindast ekki af árangri Vikings og fara að fylla liðin af íslenskum spilurum. „Gæðin eru svo mismunandi eins og sést á þessum ungu strákum sem hverfa snemma og eldri leikmönnum sem koma heim eftir langa dvöl erlendis. Fyrir utan þrjú bestu liðin á Íslandi eru gæðin ekki meiri en í norsku 1. deildinni.“ „Brann þekkir íslenska boltann inn og út og ég veit að það var að leita að leikmönnum þegar Grönner spilaði með KR. En þetta snýst um að finna réttu leikmennina og það hefur Brann ekki gert,“ segir Ólafur Örn Bjarnason.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki