Lágt orkuverð tefur vindmyllur í Svíþjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2014 11:15 48 vindmyllur eru þegar risnar í Norður-Svíþjóð á vegum Svevind. Mynd/Svevind AB. Uppbygging stærsta vindmyllugarðs Evrópu, við Piteå í Norður-Svíþjóð, gæti stöðvast vegna minnkandi áhuga fjárfesta á vindorku. Ástæðan er lágt orkuverð. Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að verkefninu hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Netmiðillinn Barentsobserver hefur einnig fjallað um málið. Í Markbygden er áformað að reisa 1.100 vindmyllur fyrir árið 2021. Við bestu aðstæður gætu þær skilað allt að 12 teravattstundum raforku, sem er álíka mikið og allt virkjað vatnsafl á Íslandi. 48 vindmyllur eru þegar komnar upp en ekki hefur tekist að fjármagna næsta áfanga, sem eru 77 vindmyllur. Talsmaður félagsins, Wolfgang Krupp, segir að 300 milljónir evra, eða um 50 milljarða íslenskra króna, vanti til að halda áfram. „Í versta falli verðum við að stöðva verkefnið og bíða betri tíma,“ er haft eftir honum. Áfram verður þó unnið við vegagerð og undirstöður þar til fjárfestar finnast. Að verkefninu standa fyrirtækin Svevind og Enercon. Hver vindmylla verður 200 metra há og á að framleiða 2,3 til 7,5 megavött. Tengdar fréttir Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Uppbygging stærsta vindmyllugarðs Evrópu, við Piteå í Norður-Svíþjóð, gæti stöðvast vegna minnkandi áhuga fjárfesta á vindorku. Ástæðan er lágt orkuverð. Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að verkefninu hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Netmiðillinn Barentsobserver hefur einnig fjallað um málið. Í Markbygden er áformað að reisa 1.100 vindmyllur fyrir árið 2021. Við bestu aðstæður gætu þær skilað allt að 12 teravattstundum raforku, sem er álíka mikið og allt virkjað vatnsafl á Íslandi. 48 vindmyllur eru þegar komnar upp en ekki hefur tekist að fjármagna næsta áfanga, sem eru 77 vindmyllur. Talsmaður félagsins, Wolfgang Krupp, segir að 300 milljónir evra, eða um 50 milljarða íslenskra króna, vanti til að halda áfram. „Í versta falli verðum við að stöðva verkefnið og bíða betri tíma,“ er haft eftir honum. Áfram verður þó unnið við vegagerð og undirstöður þar til fjárfestar finnast. Að verkefninu standa fyrirtækin Svevind og Enercon. Hver vindmylla verður 200 metra há og á að framleiða 2,3 til 7,5 megavött.
Tengdar fréttir Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00