Töfrar í Þórsmörk Rikka skrifar 5. júlí 2014 13:00 Andlegt ferðalag í Þórsmörk Mynd/Solveig Um verslunarmannahelgina, 1-3. ágúst næstkomandi, verður farið í töfrandi ævintýraferð í Þórsmörk. Emil Tsakalis jógakennari, heilsunuddari og svitahofsmaður, Sólveig Katrín listmeðferðarfræðingur og sjamanakona, Þórey Viðarsdóttir jógakennari og jógadansleiðbeinandi ásamt Helgu Sóleyju Viðarsdóttur koma til með að standa fyrir spennandi uppákomum þessa helgi og eru allir þeir sem að vilja upplifa endurnærandi og upplífgandi helgi velkomnir. ,,Við erum að kynna algerlega nýja upplifun fyrir fólki þar sem við bjóðum upp á andlegt ferðalag ásamt seiðmagnaðri náttúruskynjun í hjarta Þórsmerkur. Við viljum að fólk skynji töfrana sem búa innra með okkur og náttúrunni, endurnærist og uppgötvi jafnvel nýjar hliðar á sjálfum sér. Við syngjum indjánasöngva í heitu svitahofinu, gerum máttargrímuna okkar að hætti frumbyggja, tökum þátt í eldathöfn við varðeldinn og förum inn í villta kjarnann okkar í frjálsu flæði í jógadansinum. “ Þetta verður “tribal” gleði og við lofum magnaðri stemningu”, segir Sólveig Katrín. Á föstudagskvöldinu verður svitahofsathöfn (Sweat Lodge) sem er einstök upplifun, þar sem heitir steinar eru bornir inn í hofið og vatni skvett á, til að magna upp hita og gufu, meðan hreinsunarsöngvar undir trommuslætti eru sungnir. Svitahof er mögnuð hreinsun á líkama, huga og sál. Það sem er einstakt við þetta svitahof er að það er sérbyggt að íslenskum hætti. ,,Hofið er steinhlaðið í laginu eins og skjaldbökuskel með torfþaki, það er því nánast ómögulegt að finna það, enda er það á mjög leynilegum stað í miðjum skóginum”, segir Emil. ,,Á laugardeginum byrjum við eldsnemma á léttu morgunjóga. Svo tengjumst við sköpunarkraftinum okkar með hugleiðslu og sjamanískri grímugerð. Þegar kvölda tekur höldum við athöfn við varðeldinn og dönsum jógadans inn í nóttina. Á milli er gott að tengjast magnaðri orku Þórsmerkur í göngu og hugleiðslu. Eftir jóga á sunnudeginum sameinumst við svo í fallegri lokaathöfn. Þeir sem vilja geta að sjálfsögðu dvalið lengur í Þórsmörk á eigin vegum." segir Sólveig.Sólveig, Emil og Þórey standa fyrir töfrandi helgi í Þórsmörk.Mynd/SólveigBoðið er upp á kvöldverð bæði kvöldin en þess utan er eldunaraðstaða á staðnum og einnig er hægt að kaupa næringaríkar og girnilega veitingar hjá Volcano Huts. ,,Þau eru búin að byggja upp frábæra aðstöðu í Húsadal og hægt að slaka á í heitri saunu og njóta náttúrufegurðarinnar úr heitri náttúrulaug, LavaSpa" segir Sólveig. Nú er tími fyrir fólk að nýta verslunarmannahelgina til endurnæringar og koma fersk heim eftir fríið, þetta er næring fyrir alla, konur og karla og auðvitað eru börn velkomin. Hægt er að sjá dagskránna og bóka sig á vefnum eða á fésbókinni Einnig er hægt að hringja og panta hjá Emil í síma 6994206. Heilsa Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Um verslunarmannahelgina, 1-3. ágúst næstkomandi, verður farið í töfrandi ævintýraferð í Þórsmörk. Emil Tsakalis jógakennari, heilsunuddari og svitahofsmaður, Sólveig Katrín listmeðferðarfræðingur og sjamanakona, Þórey Viðarsdóttir jógakennari og jógadansleiðbeinandi ásamt Helgu Sóleyju Viðarsdóttur koma til með að standa fyrir spennandi uppákomum þessa helgi og eru allir þeir sem að vilja upplifa endurnærandi og upplífgandi helgi velkomnir. ,,Við erum að kynna algerlega nýja upplifun fyrir fólki þar sem við bjóðum upp á andlegt ferðalag ásamt seiðmagnaðri náttúruskynjun í hjarta Þórsmerkur. Við viljum að fólk skynji töfrana sem búa innra með okkur og náttúrunni, endurnærist og uppgötvi jafnvel nýjar hliðar á sjálfum sér. Við syngjum indjánasöngva í heitu svitahofinu, gerum máttargrímuna okkar að hætti frumbyggja, tökum þátt í eldathöfn við varðeldinn og förum inn í villta kjarnann okkar í frjálsu flæði í jógadansinum. “ Þetta verður “tribal” gleði og við lofum magnaðri stemningu”, segir Sólveig Katrín. Á föstudagskvöldinu verður svitahofsathöfn (Sweat Lodge) sem er einstök upplifun, þar sem heitir steinar eru bornir inn í hofið og vatni skvett á, til að magna upp hita og gufu, meðan hreinsunarsöngvar undir trommuslætti eru sungnir. Svitahof er mögnuð hreinsun á líkama, huga og sál. Það sem er einstakt við þetta svitahof er að það er sérbyggt að íslenskum hætti. ,,Hofið er steinhlaðið í laginu eins og skjaldbökuskel með torfþaki, það er því nánast ómögulegt að finna það, enda er það á mjög leynilegum stað í miðjum skóginum”, segir Emil. ,,Á laugardeginum byrjum við eldsnemma á léttu morgunjóga. Svo tengjumst við sköpunarkraftinum okkar með hugleiðslu og sjamanískri grímugerð. Þegar kvölda tekur höldum við athöfn við varðeldinn og dönsum jógadans inn í nóttina. Á milli er gott að tengjast magnaðri orku Þórsmerkur í göngu og hugleiðslu. Eftir jóga á sunnudeginum sameinumst við svo í fallegri lokaathöfn. Þeir sem vilja geta að sjálfsögðu dvalið lengur í Þórsmörk á eigin vegum." segir Sólveig.Sólveig, Emil og Þórey standa fyrir töfrandi helgi í Þórsmörk.Mynd/SólveigBoðið er upp á kvöldverð bæði kvöldin en þess utan er eldunaraðstaða á staðnum og einnig er hægt að kaupa næringaríkar og girnilega veitingar hjá Volcano Huts. ,,Þau eru búin að byggja upp frábæra aðstöðu í Húsadal og hægt að slaka á í heitri saunu og njóta náttúrufegurðarinnar úr heitri náttúrulaug, LavaSpa" segir Sólveig. Nú er tími fyrir fólk að nýta verslunarmannahelgina til endurnæringar og koma fersk heim eftir fríið, þetta er næring fyrir alla, konur og karla og auðvitað eru börn velkomin. Hægt er að sjá dagskránna og bóka sig á vefnum eða á fésbókinni Einnig er hægt að hringja og panta hjá Emil í síma 6994206.
Heilsa Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira