Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2014 15:49 Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Vísir/Valli Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem skrifaði í dag undir samning við stofnunina vegna verkefnisins. Miðað er við að verkefninu ljúki sumarið 2015. Verkefnið skiptist í fjóra megin hluta; rannsókn á forsendum bandaríska seðlabankans fyrir gjaldeyrisskiptasamningum og neitun á slíkum samningum, rannsókn á forsendum breska fjármálaeftirlitisins fyrir lokun sumra banka í fjármálakreppunni 2007–2008 og björgun annarra, rannsókn á forsendum bresku ríkisstjórnarinnar fyrir að nota lög gegn hryðjuverkum til að loka íslenskum banka og mat á tjóni íslenskra banka og fyrirtækja á skyndisölu ýmissa eigna, sem knúin var fram með ákvörðunum erlendra stjórnvalda eða fyrirtækja. Bæði innlendir og erlendir aðilar verða fengnir til aðstoðar, rætt við þá eða gagna aflað hjá þeim, eftir því sem kostur er samkvæmt tilkynningunni. Þar má nefna hagfræðinga, fyrrum fjármála- og forsætisráðherra í Bretlandi, fyrrum seðlabankastjóra Bretlands, fyrrum bankastjóra seðlabanka New-York ríkis og fleiri. Hvað íslenska banka og fyrirtæki snertir, má nefna að rætt verður við, eða aflað gagna hjá fyrrum forsvarsmönnum íslenskra banka og forsvarsmönnum slitastjórna bankanna. Verkið verður unnið á tímabilinu júlí 2014 til júlí 2015, en undirbúningur hófst haustið 2013. Frægt er þegar Hannes Hólmsteinn útskýrði íslenska efnahagsundrið sem gestur í Íslandi í dag haustið 2007. Tilefnið var fyrirlestur sem hann hélt í Háskóla Íslands daginn eftir um sama málefni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem skrifaði í dag undir samning við stofnunina vegna verkefnisins. Miðað er við að verkefninu ljúki sumarið 2015. Verkefnið skiptist í fjóra megin hluta; rannsókn á forsendum bandaríska seðlabankans fyrir gjaldeyrisskiptasamningum og neitun á slíkum samningum, rannsókn á forsendum breska fjármálaeftirlitisins fyrir lokun sumra banka í fjármálakreppunni 2007–2008 og björgun annarra, rannsókn á forsendum bresku ríkisstjórnarinnar fyrir að nota lög gegn hryðjuverkum til að loka íslenskum banka og mat á tjóni íslenskra banka og fyrirtækja á skyndisölu ýmissa eigna, sem knúin var fram með ákvörðunum erlendra stjórnvalda eða fyrirtækja. Bæði innlendir og erlendir aðilar verða fengnir til aðstoðar, rætt við þá eða gagna aflað hjá þeim, eftir því sem kostur er samkvæmt tilkynningunni. Þar má nefna hagfræðinga, fyrrum fjármála- og forsætisráðherra í Bretlandi, fyrrum seðlabankastjóra Bretlands, fyrrum bankastjóra seðlabanka New-York ríkis og fleiri. Hvað íslenska banka og fyrirtæki snertir, má nefna að rætt verður við, eða aflað gagna hjá fyrrum forsvarsmönnum íslenskra banka og forsvarsmönnum slitastjórna bankanna. Verkið verður unnið á tímabilinu júlí 2014 til júlí 2015, en undirbúningur hófst haustið 2013. Frægt er þegar Hannes Hólmsteinn útskýrði íslenska efnahagsundrið sem gestur í Íslandi í dag haustið 2007. Tilefnið var fyrirlestur sem hann hélt í Háskóla Íslands daginn eftir um sama málefni. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun