Stærsta bollakökukeðja heims, Crumbs Bake Shop, hefur lokað öllum verslunum sínum og gæti farið í gjaldþrot á næstu dögum. Independent greinir frá þessu. Talsmenn Crumbs segjast vera að skoða takmarkaða valmöguleika sína núna.
Fyrirtækið sem rak 48 verslanir í yfir tíu ríkjum Bandaríkjanna hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum en þeir fengu fregnirnar í gær þegar þeir mættu til vinnu á mánudag.
Crumbs Bake Shop var stofnað árið 2003 sem lítið bakarí í New York en varð fljótlega stærsta bollakökukeðja heims og bakaði yfir milljón bollakökur með 75 bragðtegundum mánaðarlega.
Fyrirtækið fór á markað í Bandaríkjunum árið 2011, á hápunkti bollakökubólunnar, en síðan þá hefur salan hrapað verulega og var fyrirtækið afskráð af bandarískum markaði.
Stærsta bollakökukeðja heims lokar sjoppunni
Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Mest lesið

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent

Kvika vinsælasta stelpan á ballinu
Viðskipti innlent


Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt
Viðskipti innlent


Verðbólga lækkar um 0,4 stig
Viðskipti innlent