Enginn lax kominn á land úr Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2014 09:00 Elliðaárnar opnuðu í morgun fyrir veiði í suddaveðri og síðustu fréttir herma að ekki hafi ennþá tekist að setja í lax. Það voru margir komnir saman við veiðihúsið í morgun til að fylgjast með opnun ánna og mikil spenna í loftinu sem endranær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur ákveðið að halda í hefð sem Jón Gnarr kom á, það er að láta borgarbúa tilnefna Reykvíking ársins, en sá fær þann heiður að opna Elliðaárnar. Að þessu sinni voru það bræðurnir hjá Kjötborg, Kristján og Gunnar Jónassynir, sem hófu veiðar og nutu þeir leiðsagnar frá Ásgeiri Heiðar leiðsögumanni. Sem fyrr var byrjað á því að renna í Sjávarfossinn en þar var ekkert líf fyrir utan lítinn urriða sem stökk á maðkinn. Þaðan var haldið niður á Breiðu til að sjá hvort einhver lax hafi ekki orðið eftir þegar það fjaraði út snemma í morgun. Þegar við síðast heyrðum frá mönnum við bakkann var ekki búið að ná laxi en töluvert mikill munur er á magni fisks í ánni núna miðað við opnun í fyrra sem var ein sú besta í manna minnum. Þetta segir ekkert til um framhaldið enda tímabilið bara rétt að byrja og vika í næsta stórstraum sem gjarnan skilar fyrstu stóru smálaxagöngunum í árnar. Stangveiði Mest lesið Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Elliðaárnar opnuðu í morgun fyrir veiði í suddaveðri og síðustu fréttir herma að ekki hafi ennþá tekist að setja í lax. Það voru margir komnir saman við veiðihúsið í morgun til að fylgjast með opnun ánna og mikil spenna í loftinu sem endranær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur ákveðið að halda í hefð sem Jón Gnarr kom á, það er að láta borgarbúa tilnefna Reykvíking ársins, en sá fær þann heiður að opna Elliðaárnar. Að þessu sinni voru það bræðurnir hjá Kjötborg, Kristján og Gunnar Jónassynir, sem hófu veiðar og nutu þeir leiðsagnar frá Ásgeiri Heiðar leiðsögumanni. Sem fyrr var byrjað á því að renna í Sjávarfossinn en þar var ekkert líf fyrir utan lítinn urriða sem stökk á maðkinn. Þaðan var haldið niður á Breiðu til að sjá hvort einhver lax hafi ekki orðið eftir þegar það fjaraði út snemma í morgun. Þegar við síðast heyrðum frá mönnum við bakkann var ekki búið að ná laxi en töluvert mikill munur er á magni fisks í ánni núna miðað við opnun í fyrra sem var ein sú besta í manna minnum. Þetta segir ekkert til um framhaldið enda tímabilið bara rétt að byrja og vika í næsta stórstraum sem gjarnan skilar fyrstu stóru smálaxagöngunum í árnar.
Stangveiði Mest lesið Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði