Ford opnar 88 söluumboð í Kína sama daginn Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2014 09:57 Ford á bílasýningu í Kína. Það kæmi í sjálfu sér á óvart ef Ford hefði opnað alls 88 söluumboð í einu landi þetta ár, en að það hafi Ford gert einn og sama daginn er óvenjulegt. Það gerði Ford þó síðastliðinn fimmtudag. Með þeim eru sölustaðir Ford bíla orðnir 750 talsins í Kína. Flestir þessara nýju söluumboða eru í minni borgum Kína sem þó innihalda milljónir íbúa hver. Ford sniðgekk allra stærstu borgir Kína að þessu sinni, en þar hefði fyrirtækið mætt mikilli samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum og þess í stað einbeitt sér að borgum þar sem hún er minni. Þessari stefnu ætlar Ford að fara eftir á næstunni í Kína, þ.e. að koma sér fyrir á markaðssvæðum þar sem aðrir bílaframleiðendur eru ekki fyrir. Ford áætlar að áður en árið er liðið verði sölustaðir Ford bíla orðnir fleiri en 800 í Kína. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent
Það kæmi í sjálfu sér á óvart ef Ford hefði opnað alls 88 söluumboð í einu landi þetta ár, en að það hafi Ford gert einn og sama daginn er óvenjulegt. Það gerði Ford þó síðastliðinn fimmtudag. Með þeim eru sölustaðir Ford bíla orðnir 750 talsins í Kína. Flestir þessara nýju söluumboða eru í minni borgum Kína sem þó innihalda milljónir íbúa hver. Ford sniðgekk allra stærstu borgir Kína að þessu sinni, en þar hefði fyrirtækið mætt mikilli samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum og þess í stað einbeitt sér að borgum þar sem hún er minni. Þessari stefnu ætlar Ford að fara eftir á næstunni í Kína, þ.e. að koma sér fyrir á markaðssvæðum þar sem aðrir bílaframleiðendur eru ekki fyrir. Ford áætlar að áður en árið er liðið verði sölustaðir Ford bíla orðnir fleiri en 800 í Kína.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent