Stórlaxaopnun í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2014 17:12 Stórlax í Víðidalsá í morgun Víðidalsá opnaði í morgun og það er óhætt að segja að þar hafi ekkert nema stórlaxar verið við bakkann. "Við erum mjög ánægðir með þessa veiði í morgun og það var gaman að sjá fisk upp um alla á" sagði Jóhann Hafnfjörð Rafnsson leigutaki Víðidalsár þegar við heyrðum í honum í dag. Alls komu 6 laxar á land á vaktinni en sett var í 10 þar af einn sannkallaðann Víðidalsárrisa sem vanir menn töldu ekki undir 100 sm og þykkur eftir því en sá slapp í veiðistaðnum Dæli. Laxinn er kominn upp um alla á og til vitnis um það veiddust laxar í Laxapolli í Fitjá en það er ekki algengt að sjá lax svo ofarlega fyrstu veiðidagana. Stærsti laxinn sem kom upp var 92 sm og veiddist í Efri Kæli en þar kom einnig annar stórlax á land. Mikið líf var í Harðeyrarstreng eins og venjulega en alls komu 3 laxar á land þar og mikið líf var í öllum veiðistaðnum. Þetta er frábær opnun í Víðidalsá og það verður spennandi að sjá framhaldið næstu daga en menn eru farnir að spá góðu stórlaxasumri á norðurlandi því enn sem komið er sést varla neitt nema lax um og yfir 80 sm og það kvartar engin yfir því. Stangveiði Mest lesið Veiddi lítinn verkalýðsdrjóla Veiði Flott opnun í Grímsá Veiði Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Stórlax á hitch úr Ytri Rangá Veiði Risaurriði úr Úlfljótsvatni Veiði Urriðinn á Hrauni Veiði Góð vatnsstaða í laxveiðiánum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði
Víðidalsá opnaði í morgun og það er óhætt að segja að þar hafi ekkert nema stórlaxar verið við bakkann. "Við erum mjög ánægðir með þessa veiði í morgun og það var gaman að sjá fisk upp um alla á" sagði Jóhann Hafnfjörð Rafnsson leigutaki Víðidalsár þegar við heyrðum í honum í dag. Alls komu 6 laxar á land á vaktinni en sett var í 10 þar af einn sannkallaðann Víðidalsárrisa sem vanir menn töldu ekki undir 100 sm og þykkur eftir því en sá slapp í veiðistaðnum Dæli. Laxinn er kominn upp um alla á og til vitnis um það veiddust laxar í Laxapolli í Fitjá en það er ekki algengt að sjá lax svo ofarlega fyrstu veiðidagana. Stærsti laxinn sem kom upp var 92 sm og veiddist í Efri Kæli en þar kom einnig annar stórlax á land. Mikið líf var í Harðeyrarstreng eins og venjulega en alls komu 3 laxar á land þar og mikið líf var í öllum veiðistaðnum. Þetta er frábær opnun í Víðidalsá og það verður spennandi að sjá framhaldið næstu daga en menn eru farnir að spá góðu stórlaxasumri á norðurlandi því enn sem komið er sést varla neitt nema lax um og yfir 80 sm og það kvartar engin yfir því.
Stangveiði Mest lesið Veiddi lítinn verkalýðsdrjóla Veiði Flott opnun í Grímsá Veiði Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Stórlax á hitch úr Ytri Rangá Veiði Risaurriði úr Úlfljótsvatni Veiði Urriðinn á Hrauni Veiði Góð vatnsstaða í laxveiðiánum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði