Samningur ESB við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu undirritaður Randver Kári Randversson skrifar 27. júní 2014 18:49 Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, við undirritun samningsins í Brussel í dag. Vísr/AFP Í dag var undirritaður samningur þar sem lagður er grunnurinn að efnahagslegu og pólitísku samstarfi Evrópusambandsins við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. BBC greinir frá þessu. Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, fagnaði undirritun samningsins í Brussel í dag, og sagði að um söguleg tímamót væri að ræða og sagði daginn þann mikilvægasta í sögu Úkraínu frá því landið varð sjálfstætt árið 1991. Hann sagði samninginn fela í sér upphaf undirbúnings þess að Úkraína gangi í hóp Evrópusambandsríkja. Rússneskir ráðamenn hafa talað um að samningurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar og sagði Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússland. Hann sagði samninginn fela í sér sársaukufullt inngrip í málefni Úkraínu og aðeins fela í sér gervivalkost fyrir Úkraínumenn. Umræddur samningur var upphaflega kveikjan að því ólguástandi sem ríkt hefur í landinu undanfarna mánuði, en fjöldamótmæli hófust í Úkraínu eftir að Viktor Janúkóvítsj, þáverandi forseti landsins, hætti við að undirrita samninginn í nóvember á síðasta ári. Vopnahlé milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins rennur út nú í kvöld og sagði Porosjenko það munu ráðast þegar hann kæmi aftur til Kænugarðs hvort vopnahléið yrði framlengt. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist fylgjandi því að framlenging yrði á vopnahléinu en þó ekki ef aðskilnaðarsinnum er settir afarkostir um að leggja niður vopn. Pútín sagði að vopnahlé til langs tíma væri nauðsynlegt til að leiða friðarviðræður til lykta og stöðva blóðbaðið í suðausturhluta Úkraínu. Georgía Moldóva Úkraína Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Í dag var undirritaður samningur þar sem lagður er grunnurinn að efnahagslegu og pólitísku samstarfi Evrópusambandsins við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. BBC greinir frá þessu. Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, fagnaði undirritun samningsins í Brussel í dag, og sagði að um söguleg tímamót væri að ræða og sagði daginn þann mikilvægasta í sögu Úkraínu frá því landið varð sjálfstætt árið 1991. Hann sagði samninginn fela í sér upphaf undirbúnings þess að Úkraína gangi í hóp Evrópusambandsríkja. Rússneskir ráðamenn hafa talað um að samningurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar og sagði Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússland. Hann sagði samninginn fela í sér sársaukufullt inngrip í málefni Úkraínu og aðeins fela í sér gervivalkost fyrir Úkraínumenn. Umræddur samningur var upphaflega kveikjan að því ólguástandi sem ríkt hefur í landinu undanfarna mánuði, en fjöldamótmæli hófust í Úkraínu eftir að Viktor Janúkóvítsj, þáverandi forseti landsins, hætti við að undirrita samninginn í nóvember á síðasta ári. Vopnahlé milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins rennur út nú í kvöld og sagði Porosjenko það munu ráðast þegar hann kæmi aftur til Kænugarðs hvort vopnahléið yrði framlengt. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist fylgjandi því að framlenging yrði á vopnahléinu en þó ekki ef aðskilnaðarsinnum er settir afarkostir um að leggja niður vopn. Pútín sagði að vopnahlé til langs tíma væri nauðsynlegt til að leiða friðarviðræður til lykta og stöðva blóðbaðið í suðausturhluta Úkraínu.
Georgía Moldóva Úkraína Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira