Tom Watson segir að heill Tiger Woods verði með í Ryderbikarnum í haust 10. júní 2014 20:30 Woods verður örugglega í bandaríska Ryderliðinu í haust. AP/Getty Goðsögnin og fyrirliði bandaríska Ryderliðsins, Tom Watson, hefur tekið af allan vafa um hvort að Tiger Woods verði með í Ryderbikarnum sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Spurningamerki hefur verið sett við þátttöku Woods í þessum sögufræga viðburði þar sem hann hefur nánast ekkert spilað á tímabilinu vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Watson segir þó í nýlegu viðtali við Golf Magazine að Woods verði pottþétt í liðinu svo lengi sem hann sé heill heilsu. „Það er klárt mál að Tiger Woods verður í liðinu í haust, það er ekki hægt að skilja eftir jafn hæfileikaríkan einstakling. Ég vona að hann nái að koma sér í gott leikform seinna á tímabilinu og verði tilbúinn í þetta, ef ekki þá verð ég sá fyrsti sem heyrir af því. “ Í sama viðtali talaði Watson einnig um þátttöku Phil Mikelson í Ryderbikarnum en þessi vinsæli kylfingur hefur ekki verið í góðu formi að undanförnu og hefur ekki tekist enda meðal tíu efstu manna í móti á PGA-mótaröðinni á tímabilinu. Sagði Watson að það væru svipaðar aðstæður hjá Tiger Woods og Phil Mickelson, að sá síðarnefndi væri of reynslumikill og hæfileikaríkur til þess að skilja eftir heima. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Goðsögnin og fyrirliði bandaríska Ryderliðsins, Tom Watson, hefur tekið af allan vafa um hvort að Tiger Woods verði með í Ryderbikarnum sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Spurningamerki hefur verið sett við þátttöku Woods í þessum sögufræga viðburði þar sem hann hefur nánast ekkert spilað á tímabilinu vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Watson segir þó í nýlegu viðtali við Golf Magazine að Woods verði pottþétt í liðinu svo lengi sem hann sé heill heilsu. „Það er klárt mál að Tiger Woods verður í liðinu í haust, það er ekki hægt að skilja eftir jafn hæfileikaríkan einstakling. Ég vona að hann nái að koma sér í gott leikform seinna á tímabilinu og verði tilbúinn í þetta, ef ekki þá verð ég sá fyrsti sem heyrir af því. “ Í sama viðtali talaði Watson einnig um þátttöku Phil Mikelson í Ryderbikarnum en þessi vinsæli kylfingur hefur ekki verið í góðu formi að undanförnu og hefur ekki tekist enda meðal tíu efstu manna í móti á PGA-mótaröðinni á tímabilinu. Sagði Watson að það væru svipaðar aðstæður hjá Tiger Woods og Phil Mickelson, að sá síðarnefndi væri of reynslumikill og hæfileikaríkur til þess að skilja eftir heima.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira