
Webber: Ricciardo ekki gert nein mistök

Ricciardo tók við sæti Webber hjá Red Bull fyrir tímabilið og hefur hingað til skákað fjórfalda heimsmeistaranum, liðsfélaga sínum Sebastian Vettel reglulega í tímatökum og keppnum. Ricciardo er ofar Vettel á stigatöflunni í heimsmeistarakeppni ökumanna.
„Fyrir Daniel að vinna sína fyrstu keppni var frábært. Hann hefur ekki gert nein mistök í ár hingað til. Það hafa verið erfiðar breytingar á reglugerðum, rigning í tímatökum, og alls kyns atriðið sem hann hefur þurft að sigrast á. En það er stórt skref fyrir hann að vinna sína fyrstu keppni,“ sagði Webber um samlanda sinn.
Mark Webber ver nú dögunum við þolkappakstur fyrir Porsche, lengri keppnir. Webber mun um komandi helgi taka þátt í hinum sögufræga Le Mans kappakstri sem stendur yfir í sólarhring.
„Ef ég á að vera hreinskilinn, þá hef ég notið kaflaskilanna á ferlinum, en ég hef samt horft á nokkrar keppnir (Formúlu 1 keppnir),“ sagði Webber að lokum.
Tengdar fréttir

Daniel Ricciardo vann í Kanada
Daniel Ricciardo vann gríðarlega spennandi kappakstur í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji.

Mark Webber hættir í Formúlu 1
Ástralinn Mark Webber hefur nú tilkynnt að hann muni hverfa frá Formúlu 1 í lok þessa tímabils og ganga til liðs við Porsche sem ætla sér stóra hluti í götubílaflokki.

Rosberg á ráspól í Kanada
Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir.

Ricciardo kom fyrstur í mark | Myndband
Daniel Ricciardo varð hlutskarpastur í Formúlu 1 kappakstri gærdagsins sem fór fram í Kanada. Þetta var hans fyrsti sigur í keppninni, en hann ekur fyrir Mercedes.

Bílskúrinn: Veislan í Kanada
Kanadíski kappaksturinn í ár einkenndist af drama og skakkaföllum. Dramatíkin náði nýjum hæðum og Mercedes vann ekki.

Renault loksins með fullt afl í Kanada
Franski bílaframleiðandinn telur að vélar sínar séu nú lausar við vandamálin sem hrjáðu þær í byrjun tímabilsins.