20 punda lax úr Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2014 15:31 Bjarki með laxinn sem hann veiddi í morgun Norðurá er ekki þekkt fyrir að vera nein stórlaxaá en í morgun kom einn slíkur á land og mældist sá fiskur 20 pund. Það var Bjarki Már Jóhannsson sem landaði laxinum úr veiðistaðnum Stekk í morgun og tók hann Sunray á yfirborðinu. Bjarki var einnig búinn að landa öðrum vænum laxi en það var 78 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér en 10 punda taumurinn var oft á mörkunum við að slitna í þeim átökum. Þetta er áfangi fyrir Bjarka því hann hefur ekki náð laxi af þessari stærð áður og er loksins kominn í 20 punda klúbbinn. Það er eiginlega furðulegt að hann hafi ekki náð þessu fyrr þar sem hann hefur verið mikið við veiðileiðsögn undanfarin ár og landað ansi mörgum löxum. Veiðin í Norðurá er stígandi og laxinn sem er að veiðast vel haldinn eins og áður hefur verið greint frá. Stangveiði Mest lesið Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Guð er í nótt á Þingvöllum Veiði
Norðurá er ekki þekkt fyrir að vera nein stórlaxaá en í morgun kom einn slíkur á land og mældist sá fiskur 20 pund. Það var Bjarki Már Jóhannsson sem landaði laxinum úr veiðistaðnum Stekk í morgun og tók hann Sunray á yfirborðinu. Bjarki var einnig búinn að landa öðrum vænum laxi en það var 78 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér en 10 punda taumurinn var oft á mörkunum við að slitna í þeim átökum. Þetta er áfangi fyrir Bjarka því hann hefur ekki náð laxi af þessari stærð áður og er loksins kominn í 20 punda klúbbinn. Það er eiginlega furðulegt að hann hafi ekki náð þessu fyrr þar sem hann hefur verið mikið við veiðileiðsögn undanfarin ár og landað ansi mörgum löxum. Veiðin í Norðurá er stígandi og laxinn sem er að veiðast vel haldinn eins og áður hefur verið greint frá.
Stangveiði Mest lesið Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Guð er í nótt á Þingvöllum Veiði