6 laxar á land fyrsta daginn úr Þverá Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2014 12:24 Þverá í Borgarfirði opnaði í gær við ágæt skilyrði og lax virðist vera kominn nokkuð ofarlega í ánna. Það komu 6 laxar á land og annað eins slapp á fyrsta degi í Þverá sem hefur lengi verið ein af bestu laxveiðiám landsins. Allir laxarnir sem komu á land voru vænir tveggja ára laxar og var stærðin á þeim 80 - 86 sem sem er feyknagott en eins og annars staðar virðist laxinn koma vel haldin úr sjó. Kirkjustrengur, Klapparfljót og Kaðalstaðahylur gáfu laxa og lax sást á fleiri stöðum án þess að falla fyrir flugum veiðimanna. Það styttist í að fyrstu smálaxagöngurnar láti sjá sig í Borgarfirðinum en þá eru veiðitölur fljótar að fara upp og reikna má með, séu göngurnar góðar, að fyrstu 100 laxa hollinn í Borgarfirðinum verði í lok júní eða byrjun júlí. Það styttist svo í opnun Kjarrár, Grímsár, Laxá í Kjós og fleiri laxveiðiáa en lax hefur sést í þeim öllum svo veiðimenn bíða spenntir eftir því að komast í árnar. Stangveiði Mest lesið Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um helgina Veiði
Þverá í Borgarfirði opnaði í gær við ágæt skilyrði og lax virðist vera kominn nokkuð ofarlega í ánna. Það komu 6 laxar á land og annað eins slapp á fyrsta degi í Þverá sem hefur lengi verið ein af bestu laxveiðiám landsins. Allir laxarnir sem komu á land voru vænir tveggja ára laxar og var stærðin á þeim 80 - 86 sem sem er feyknagott en eins og annars staðar virðist laxinn koma vel haldin úr sjó. Kirkjustrengur, Klapparfljót og Kaðalstaðahylur gáfu laxa og lax sást á fleiri stöðum án þess að falla fyrir flugum veiðimanna. Það styttist í að fyrstu smálaxagöngurnar láti sjá sig í Borgarfirðinum en þá eru veiðitölur fljótar að fara upp og reikna má með, séu göngurnar góðar, að fyrstu 100 laxa hollinn í Borgarfirðinum verði í lok júní eða byrjun júlí. Það styttist svo í opnun Kjarrár, Grímsár, Laxá í Kjós og fleiri laxveiðiáa en lax hefur sést í þeim öllum svo veiðimenn bíða spenntir eftir því að komast í árnar.
Stangveiði Mest lesið Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um helgina Veiði