Roman Abranivich, eigandi Chelsea FC, hefur fjárfest tíu milljónum dala í fyrirtækinu StoreDot. Ísraelska fyrirtækið vinnur að þróun batterí og rafbúnað, eins og sjónvarpsskjái, byggða úr lífrænum efnum.
Fjárfestingin var framkvæmd í gegnum eignahaldsfyrirtækið Millhouse LLC, sem Abramovich á. Þetta er önnur fjárfesting hans í Ísrael, en þar að auki hefur hann fjárfest í ýmsum tæknifyrirtækjum í Rússlandi.
Til stendur að afla StoreDot 20 til 30 milljónum dala á næstu mánuðum sem nota á til að byggja rannsóknarstöð í Bandaríkjunum. Fyrirtækið kynnti í apríl hleðslutæki og batterí sem getur hlaðið Samsung síma á 30 sekúndum.
Abramovich fjárfestir í ísraelsku tæknifyrirtæki
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið


Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí
Viðskipti erlent