1.193 nýir bílar í júní Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 12:44 Toyota bílar hafa selst vel í þessum mánuði. Áframhaldandi góða sala er á bílum í þessum mánuði líkt og undanfarna mánuði en sala til bílaleiga vegur mikið í sölutölunum. Virkir dagar í mánuðinum hingað til eru aðeins 9 talsins þar sem síðasti mánudagur var annar í Hvítasunnu. Alls hafa þó selst 1.93 nýir fólksbílar og hafa Toyota bílar selst mest, eða 170 bílar. Volkswagen bílar koma næstir eða 144 talsins og Suzuki með 142 bíla. Þar á eftir koma bílamerkin Chevrolet (120), Hyundai (92), Skoda (83), KIA (78), Renault (68), Ford (48) og Ssangyong (32). Mercedes Benz er langsöluhæst lúxusbílamerkjanna með 30 selda bíla á þessum fyrstu tveimur vikum júní. Á sama tíma hafa selst 15 Land Rover/Range Rover bílar, 7 BMW og 7 Audi bílar, 3 Volvo bílar, 2 Tesla bílar og 1 Porsche. Einnig hafa á þessum dögum selst 34 sendibílar, 8 hópferðabílar og 2 vörubílar, báðir frá Mercedes Benz. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Áframhaldandi góða sala er á bílum í þessum mánuði líkt og undanfarna mánuði en sala til bílaleiga vegur mikið í sölutölunum. Virkir dagar í mánuðinum hingað til eru aðeins 9 talsins þar sem síðasti mánudagur var annar í Hvítasunnu. Alls hafa þó selst 1.93 nýir fólksbílar og hafa Toyota bílar selst mest, eða 170 bílar. Volkswagen bílar koma næstir eða 144 talsins og Suzuki með 142 bíla. Þar á eftir koma bílamerkin Chevrolet (120), Hyundai (92), Skoda (83), KIA (78), Renault (68), Ford (48) og Ssangyong (32). Mercedes Benz er langsöluhæst lúxusbílamerkjanna með 30 selda bíla á þessum fyrstu tveimur vikum júní. Á sama tíma hafa selst 15 Land Rover/Range Rover bílar, 7 BMW og 7 Audi bílar, 3 Volvo bílar, 2 Tesla bílar og 1 Porsche. Einnig hafa á þessum dögum selst 34 sendibílar, 8 hópferðabílar og 2 vörubílar, báðir frá Mercedes Benz.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent