Tónlist Arctic Monkeys og Adele fjarlægð af YouTube á næstu dögum Bjarki Ármannsson skrifar 17. júní 2014 16:01 Hljómsveitin Arctic Monkeys er mála hjá Domino, sem ekki hefur samþykkt skilmála YouTube. Vísir/Getty Eftir nokkra daga mun myndbandasíðan YouTube byrja að loka fyrir myndbönd þeirra tónlistarmanna sem ekki hafa samþykkt skilmála nýrrar áskriftarþjónustu vefsins. Brátt mun þjónusta vefsins breytast verulega þannig að notendur geta greitt mánaðargjald fyrir að hlusta á tónlist eða horfa á myndbönd á síma, tölvu eða spjaldtölvu, jafnvel án nettengingar. Financial Times greinir hinsvegar frá því að ekki hafa öll útgáfufyrirtæki samþykkt skilmála þessa nýja fyrirkomulags YouTube. Meðal þeirra sem ekki vilja selja rétt á tónlist sinni, í það minnsta ekki á því verði sem YouTube býður, eru fyrirtækin XL Recordings og Domino. XL gefur meðal annars út tónlist Adele og The XX, á meðan Arctic Monkeys og Franz Ferdinand eru á samning hjá Domino. Öll tónlist þessara listamanna yrði því tekin út af YouTube ef samningar nást ekki áður en breytingarnar ganga í garð. Í viðtali við Financial Times segir Robert Kyncl, viðskiptastjóri YouTube, að fyrirtækið muni hefja að loka fyrir myndbönd á næstu dögum og að nýja þjónustan verði prufukeyrð á næstunni. „Við hefjum viljað fá alla til liðs við okkur, en við áttum okkur á því að það er ekki raunhæft markmið,“ segir Kyncl. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eftir nokkra daga mun myndbandasíðan YouTube byrja að loka fyrir myndbönd þeirra tónlistarmanna sem ekki hafa samþykkt skilmála nýrrar áskriftarþjónustu vefsins. Brátt mun þjónusta vefsins breytast verulega þannig að notendur geta greitt mánaðargjald fyrir að hlusta á tónlist eða horfa á myndbönd á síma, tölvu eða spjaldtölvu, jafnvel án nettengingar. Financial Times greinir hinsvegar frá því að ekki hafa öll útgáfufyrirtæki samþykkt skilmála þessa nýja fyrirkomulags YouTube. Meðal þeirra sem ekki vilja selja rétt á tónlist sinni, í það minnsta ekki á því verði sem YouTube býður, eru fyrirtækin XL Recordings og Domino. XL gefur meðal annars út tónlist Adele og The XX, á meðan Arctic Monkeys og Franz Ferdinand eru á samning hjá Domino. Öll tónlist þessara listamanna yrði því tekin út af YouTube ef samningar nást ekki áður en breytingarnar ganga í garð. Í viðtali við Financial Times segir Robert Kyncl, viðskiptastjóri YouTube, að fyrirtækið muni hefja að loka fyrir myndbönd á næstu dögum og að nýja þjónustan verði prufukeyrð á næstunni. „Við hefjum viljað fá alla til liðs við okkur, en við áttum okkur á því að það er ekki raunhæft markmið,“ segir Kyncl.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent