Amazon kynnir nýjan farsíma Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2014 14:16 Jeff Bezos á kynningunni í gær. VISIR/AFP Bandaríska stórfyrirtækið Amazon, sem er hvað helst þekkt fyrir að reka samnefnda vefverslun, kynnti í gær til sögunnar nýjan síma fyrirtækisins sem hefur hlotið nafnið Fire phone eða „Eldsíminn“. Amazon hefur áður sent frá sér lestölvuna Kindle sem hefur notið töluverðrar hylli á undanförnum árum. Stofnandi Amazon og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jeff Bezos, kynnti nýja símann á blaðamannafundi í gær í Seattle í Bandaríkjunum. Síminn skartar meðal annars 13 megapixla myndavél, tveimur Dolby digital plus hátölurum, 4,7 tommu skjá sem fer vel í hendi og gerir hann notandanum kleift að kaupa það sem fyrir augu ber, en myndavél símans getur auðkennt um 100 milljón mismunandi hluti og flett þeim upp á netinu og í vefvefslun Amazon. Rafhlaða símans endist 285 stundir í bið, hægt er að tala í hann samfleytt í 22 klukkustundir og leika tónlist í 65 stundir áður en hleðslan rafhlöðunnar klárast. Síminn mun kosta allt frá 200 bandaríkjadollurum og frekari upplýsingar um hann má nálgast í myndbandinu hér að neðan og á vefsíðu Amazon. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækið Amazon, sem er hvað helst þekkt fyrir að reka samnefnda vefverslun, kynnti í gær til sögunnar nýjan síma fyrirtækisins sem hefur hlotið nafnið Fire phone eða „Eldsíminn“. Amazon hefur áður sent frá sér lestölvuna Kindle sem hefur notið töluverðrar hylli á undanförnum árum. Stofnandi Amazon og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jeff Bezos, kynnti nýja símann á blaðamannafundi í gær í Seattle í Bandaríkjunum. Síminn skartar meðal annars 13 megapixla myndavél, tveimur Dolby digital plus hátölurum, 4,7 tommu skjá sem fer vel í hendi og gerir hann notandanum kleift að kaupa það sem fyrir augu ber, en myndavél símans getur auðkennt um 100 milljón mismunandi hluti og flett þeim upp á netinu og í vefvefslun Amazon. Rafhlaða símans endist 285 stundir í bið, hægt er að tala í hann samfleytt í 22 klukkustundir og leika tónlist í 65 stundir áður en hleðslan rafhlöðunnar klárast. Síminn mun kosta allt frá 200 bandaríkjadollurum og frekari upplýsingar um hann má nálgast í myndbandinu hér að neðan og á vefsíðu Amazon.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent