Stofnandi Amazon og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jeff Bezos, kynnti nýja símann á blaðamannafundi í gær í Seattle í Bandaríkjunum.
Síminn skartar meðal annars 13 megapixla myndavél, tveimur Dolby digital plus hátölurum, 4,7 tommu skjá sem fer vel í hendi og gerir hann notandanum kleift að kaupa það sem fyrir augu ber, en myndavél símans getur auðkennt um 100 milljón mismunandi hluti og flett þeim upp á netinu og í vefvefslun Amazon.
Rafhlaða símans endist 285 stundir í bið, hægt er að tala í hann samfleytt í 22 klukkustundir og leika tónlist í 65 stundir áður en hleðslan rafhlöðunnar klárast.
Síminn mun kosta allt frá 200 bandaríkjadollurum og frekari upplýsingar um hann má nálgast í myndbandinu hér að neðan og á vefsíðu Amazon.