Arnór Smárason var í byrjunarliði Helsingborg sem lagði Falkenberg 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
David Accam skoraði eina mark leiksins mínútu fyrir hálfleik en Arnór lék fyrstu 75 mínútur leiksins fyrir Helsingborg.
Halldór Orri Björnsson var í byrjunarliði Falkenberg en var skipt af leikvelli á 52. mínútu.
Helsingborg lyfti sér upp í 9. sæti deildarinnar með sigrinum þar sem liðið er með 14 stig. Falkenberg er í 11. sæti með 12 stig.
