Er sykurpúki í þér? Rikka skrifar 6. júní 2014 15:00 Er sykurpúki í þér? Mynd/Getty Hver kannast ekki við þessa óstjórnlegu löngun í eitthvað sætt? Stundum getur maður hreinlega ekki haldið aftur af sér og endar á því að raða upp í sig ósmekklega miklu sælgæti. Stundarsælan hríslast um líkamann og maður er sáttur um sinn en stuttu síðar mætir samviskubitið og í kjölfarið sykurfallið sem kallar á meiri sykur og þar með er maður fallinn í vítahring sykurneyslunnar. Sem betur fer eru þó til nokkur skotheld ráð sem beina þér í rétta átt að sykurminna líferni. Borðaðu hollan og staðgóðan morgunmat Byrjaðu daginn á því að fá þér prótín- og trefjaríkan morgunmat. Rannsóknir sýna að þeir sem að sleppa morgunmatnum eru 5 sinnum líklegri til að vera þéttari í holdum en þeir sem að fá sér staðgóðan morgunverð. Ekki bjóða sykurpúkanum í heimsókn Borðaðu eitthvað hollt og gott reglulega. Vertu til dæmis með ávöxt eða hnetublöndu tiltæka ef að vottur af hungri sækir á. Sykurpúkinn er fljótur að mæta á svæðið ef að blóðsykurinn fellur. Góða nótt og sofðu rótt Hugaðu að góðum svefnvenjum. Þreyttur og svefnvana líkami öskrar á sykur til að halda sér gangandi á annars flokks orku. Ekki liggja fyrir framan sjónvarpið og leka svo þaðan og inn í rúm. Farðu í létta gönguferð fyrir svefninn, andaðu að þér fersku lofti og lestu góða bók áður en þú svífur á vit ævintýranna í draumaheiminum. Segðu já! Byrjaðu hvern morgun á því að hugsa jákvætt til dagsverkanna og sjálfs þíns. Þakkaðu fyrir lífið, fjölskylduna og heilsuna. Rannsóknir sýna að þeir sem að eru meðvitaðri um andlega heilsu neyta hollari fæðu. Heilsa Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hver kannast ekki við þessa óstjórnlegu löngun í eitthvað sætt? Stundum getur maður hreinlega ekki haldið aftur af sér og endar á því að raða upp í sig ósmekklega miklu sælgæti. Stundarsælan hríslast um líkamann og maður er sáttur um sinn en stuttu síðar mætir samviskubitið og í kjölfarið sykurfallið sem kallar á meiri sykur og þar með er maður fallinn í vítahring sykurneyslunnar. Sem betur fer eru þó til nokkur skotheld ráð sem beina þér í rétta átt að sykurminna líferni. Borðaðu hollan og staðgóðan morgunmat Byrjaðu daginn á því að fá þér prótín- og trefjaríkan morgunmat. Rannsóknir sýna að þeir sem að sleppa morgunmatnum eru 5 sinnum líklegri til að vera þéttari í holdum en þeir sem að fá sér staðgóðan morgunverð. Ekki bjóða sykurpúkanum í heimsókn Borðaðu eitthvað hollt og gott reglulega. Vertu til dæmis með ávöxt eða hnetublöndu tiltæka ef að vottur af hungri sækir á. Sykurpúkinn er fljótur að mæta á svæðið ef að blóðsykurinn fellur. Góða nótt og sofðu rótt Hugaðu að góðum svefnvenjum. Þreyttur og svefnvana líkami öskrar á sykur til að halda sér gangandi á annars flokks orku. Ekki liggja fyrir framan sjónvarpið og leka svo þaðan og inn í rúm. Farðu í létta gönguferð fyrir svefninn, andaðu að þér fersku lofti og lestu góða bók áður en þú svífur á vit ævintýranna í draumaheiminum. Segðu já! Byrjaðu hvern morgun á því að hugsa jákvætt til dagsverkanna og sjálfs þíns. Þakkaðu fyrir lífið, fjölskylduna og heilsuna. Rannsóknir sýna að þeir sem að eru meðvitaðri um andlega heilsu neyta hollari fæðu.
Heilsa Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira