Aleksander Solli, leikmaður Íslendingaliðsins Hönefoss, meiddist alvarlega í leik Hönefoss og Tromsdalen í norska boltanum í kvöld.
Hann fékk þá höfuðhögg og steinrotaðist. Hlúð var að honum á vellinum í um hálftíma þar til þyrla kom og flaug með leikmanninn á sjúkrahús.
Kristján Örn Sigurðsson, miðvörður Hönefoss, og markvörðurinn Lukasz Jarosinski voru fyrstir að átta sig á því að atvikið væri alvarlegt og kölluðu á aðstoð.
Leikmönnum var eðlilega brugðið og grétu nokkrir þeirra á vellinum.
Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að leikmaðurinn sé ekki illa meiddur. Hann hafði fengið olnboga í höfuðið og þess vegna rotast.
Solli var með meðvitund þegar hann yfirgaf völlinn og gat hreyft helstu útlimi.
Hér má sjá myndband af atvikinu.
Leikmenn grétu er flogið var með félaga þeirra á brott | Myndband

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
