Eyðslugrannur sportari með tímamóta vél Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 15:15 Volvo S60. Reynsluakstur – Volvo S60 D4Það er margt spennandi að gerast hjá Volvo þessa dagana og tækniþróun þar á bæ er á fullum skriði, líkt og undanfarin ár. Sú þróun lýtur ekki bara að öryggismálum, þar sem Volvo eru bestir, heldur einnig magnaðri þróun véla sem vakið hefur mikla athygli bílaáhugamanna. Ein af nýrri og athygliverðar vélum frá Volvo nú er 2,0 lítra díslvél sem skilar 181 hestafli, mengar aðeins 99 g/km af CO2 og eyðir aðeins 3,8 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Hreint magnaðar tölur, en einmitt þessi vél var í þessum S60 bíl sem reynsluekið var. Volvo S60 með þessari vél ber einnig stafina D4, sem vitnar til vélargerðarinnar, en þennan bíl má einnig fá með stöfunum D2 og þá er undir húddinu 1,6 lítra og 115 hestafla dísilvél. Báðar þessar gerðir má svo fá í langbaksútfærslu og heitir hann þá Volvo V60. Engin bensínvél er í boði í þessum bíl, líkt og öllum öðrum gerðum Volvo sem nú eru í boði hjá Brimborg.Sportlegt „coupe“-lagAllir Volvo bílar í dag eru fallegir og bera þeir svipinn hver af öðrum. Að utan er hann sportlegur bíll með sitt „coupe“-laga form. Frá síðustu kynslkóð bílsins hefur grillið stækkað og framlugtirnar líka og framendinn er allur flottari. Minni breytingar eru að sjá á hliðum og afturenda bílsins og hafa Volvo menn þar farið varfærnislega leið til að höfða til fjöldans. Ekkert vitlaust við það en margir kaupendur Volvo eru komnir til aldurs, þó svo kaupendahópurinn hafi farið vafalaust lækkandi í aldri, þökk sé aðallega sportlegum eiginleikum þeirra. Að innan hefur lítið breyst, sama tiltölulega aðlagandi innréttingin með sinn einkennandi fljótandi miðjustokk fyrir neðan mælaborðið. Mælaborðið sjálft er nú með stafrænn TFT skjár þar sem breyta má litum mælanna eftir því hvaða akstursstilling er valin. Velja má milli Performance, Elegance eða Economy stillinga eftir því í hvaða ökustuði maður er. Framsætin eru kapítuli út af fyrir sig, alveg sérstaklega flott, en það sem meira máli skiptir, frábær að sitja í og halda svakalega vel utanum ökumann og ekki veitir af þegar tekið er á öflugum bílnum. Rafstillingar eru á ökumannssætinu en synd er að því er ekki að heilsa með hitt framsætið.Fimur akstursbíll með rífandi aflAkstur þessa bíls er sérdeilis ánægjulegur og umfram allt sportlegur. Mjög svo öflug dísilvélin hendir honum áfram og frábærlega stilltur undirvagninn leyfir ökumanni að njóta þess afls með fimlegum hætti. Henda má bílnum fáránlega hratt í beygjur og spretturinn í hundraðið mælist aðeins í 7,6 sekúndum. Bíllinn er þokkalega hljóðeinangraður og í hljóðlátri nýju vélininni heyrist vart en veghljóð mætti vera minna. Gamla D4 vélin var fimm strokka vél sem hljómaði reyndar alveg einstaklega vel og varð eiginlega til þess að ökumaður vildi ekki hljóeinangra hana svo mikið, en þessi vél malar svo ljúflega að það kemur yfir ökumann hrein lúxustilfinning. Við vélina er tengd 8 gíra sjálfskipting og vinnur hún vinnuna sína óaðfinnanlega, virðist alltaf í réttum gír og er ógnarfljót við skiptingar. Það er ávallt góðs viti þegar bíll sem tekur beygjurnar rösklega að hann sé bæði þægilegur í rólegum akstri og hallar sér um leið ekki mikið í beygjur. Hann er öryggið uppmálað þó svo rösklega sé farið. Svo vel er undirvagn þessa bíls stilltur að aðeins þýskir eðalvagnar standast honum snúning og sumir jafnvel ekki. En það sem stendur mest uppúr við aksturinn er hversu vel þróuð, fínleg og vel stillt þessi nýja vél er og samstilling hennar við skiptinguna. Þar hafa fáir gert betur.Á flottu verðiVerðið á Volvo S60 D4 er 6.690.000 krónur og fá má hann á 5.990.000 með 6 gíra beinskiptingu. Við bætast 300.000 er langbaksútfærsla þeirra er valin, þ.e. V60. Þá fer skottrýmið upp um 50 lítra, úr 380 lítrum í 430. Þetta eru svo sem ekki háar lítratölur en S60 og V60 eru heldur ekki risastórir fjölskyldubílar, heldur fremur nettir bílar sem samt duga flestum. Allir Volvo bílar teljast í lúxusbílaflokki og því er verð þessa bíls hið ágætasta. Þar hjálpar að bíllinn fellur í svo góðan tollflokk vegna lítillar mengunar. Því fæst þarna mjög svo öflugur lúxusbíll fyrir pent verð. Helstu samkeppnisbílar S60 eru BMW 320d á 6.490.000 kr., Audi A4 2,0 TDI á 5.760.000 kr. og Mercedes-Benz C 200 CDI á 6.750.000 kr. Volvo S60 er þó öflugastur þeirra allra og með lægstu CO2 töluna.Kostir: Aksturseiginleikar, öflug vél, verðÓkostir: Lítið flutningsrými, veghljóð 2,0 l. dísilvél, 181 hestafl Framhjóladrif Eyðsla: 3,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 99 g/km CO2 Hröðun: 7,6 sek. Hámarkshraði: 225 km/klst Verð frá: 5.990.000 kr. Umboð: Brimborg Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent
Reynsluakstur – Volvo S60 D4Það er margt spennandi að gerast hjá Volvo þessa dagana og tækniþróun þar á bæ er á fullum skriði, líkt og undanfarin ár. Sú þróun lýtur ekki bara að öryggismálum, þar sem Volvo eru bestir, heldur einnig magnaðri þróun véla sem vakið hefur mikla athygli bílaáhugamanna. Ein af nýrri og athygliverðar vélum frá Volvo nú er 2,0 lítra díslvél sem skilar 181 hestafli, mengar aðeins 99 g/km af CO2 og eyðir aðeins 3,8 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Hreint magnaðar tölur, en einmitt þessi vél var í þessum S60 bíl sem reynsluekið var. Volvo S60 með þessari vél ber einnig stafina D4, sem vitnar til vélargerðarinnar, en þennan bíl má einnig fá með stöfunum D2 og þá er undir húddinu 1,6 lítra og 115 hestafla dísilvél. Báðar þessar gerðir má svo fá í langbaksútfærslu og heitir hann þá Volvo V60. Engin bensínvél er í boði í þessum bíl, líkt og öllum öðrum gerðum Volvo sem nú eru í boði hjá Brimborg.Sportlegt „coupe“-lagAllir Volvo bílar í dag eru fallegir og bera þeir svipinn hver af öðrum. Að utan er hann sportlegur bíll með sitt „coupe“-laga form. Frá síðustu kynslkóð bílsins hefur grillið stækkað og framlugtirnar líka og framendinn er allur flottari. Minni breytingar eru að sjá á hliðum og afturenda bílsins og hafa Volvo menn þar farið varfærnislega leið til að höfða til fjöldans. Ekkert vitlaust við það en margir kaupendur Volvo eru komnir til aldurs, þó svo kaupendahópurinn hafi farið vafalaust lækkandi í aldri, þökk sé aðallega sportlegum eiginleikum þeirra. Að innan hefur lítið breyst, sama tiltölulega aðlagandi innréttingin með sinn einkennandi fljótandi miðjustokk fyrir neðan mælaborðið. Mælaborðið sjálft er nú með stafrænn TFT skjár þar sem breyta má litum mælanna eftir því hvaða akstursstilling er valin. Velja má milli Performance, Elegance eða Economy stillinga eftir því í hvaða ökustuði maður er. Framsætin eru kapítuli út af fyrir sig, alveg sérstaklega flott, en það sem meira máli skiptir, frábær að sitja í og halda svakalega vel utanum ökumann og ekki veitir af þegar tekið er á öflugum bílnum. Rafstillingar eru á ökumannssætinu en synd er að því er ekki að heilsa með hitt framsætið.Fimur akstursbíll með rífandi aflAkstur þessa bíls er sérdeilis ánægjulegur og umfram allt sportlegur. Mjög svo öflug dísilvélin hendir honum áfram og frábærlega stilltur undirvagninn leyfir ökumanni að njóta þess afls með fimlegum hætti. Henda má bílnum fáránlega hratt í beygjur og spretturinn í hundraðið mælist aðeins í 7,6 sekúndum. Bíllinn er þokkalega hljóðeinangraður og í hljóðlátri nýju vélininni heyrist vart en veghljóð mætti vera minna. Gamla D4 vélin var fimm strokka vél sem hljómaði reyndar alveg einstaklega vel og varð eiginlega til þess að ökumaður vildi ekki hljóeinangra hana svo mikið, en þessi vél malar svo ljúflega að það kemur yfir ökumann hrein lúxustilfinning. Við vélina er tengd 8 gíra sjálfskipting og vinnur hún vinnuna sína óaðfinnanlega, virðist alltaf í réttum gír og er ógnarfljót við skiptingar. Það er ávallt góðs viti þegar bíll sem tekur beygjurnar rösklega að hann sé bæði þægilegur í rólegum akstri og hallar sér um leið ekki mikið í beygjur. Hann er öryggið uppmálað þó svo rösklega sé farið. Svo vel er undirvagn þessa bíls stilltur að aðeins þýskir eðalvagnar standast honum snúning og sumir jafnvel ekki. En það sem stendur mest uppúr við aksturinn er hversu vel þróuð, fínleg og vel stillt þessi nýja vél er og samstilling hennar við skiptinguna. Þar hafa fáir gert betur.Á flottu verðiVerðið á Volvo S60 D4 er 6.690.000 krónur og fá má hann á 5.990.000 með 6 gíra beinskiptingu. Við bætast 300.000 er langbaksútfærsla þeirra er valin, þ.e. V60. Þá fer skottrýmið upp um 50 lítra, úr 380 lítrum í 430. Þetta eru svo sem ekki háar lítratölur en S60 og V60 eru heldur ekki risastórir fjölskyldubílar, heldur fremur nettir bílar sem samt duga flestum. Allir Volvo bílar teljast í lúxusbílaflokki og því er verð þessa bíls hið ágætasta. Þar hjálpar að bíllinn fellur í svo góðan tollflokk vegna lítillar mengunar. Því fæst þarna mjög svo öflugur lúxusbíll fyrir pent verð. Helstu samkeppnisbílar S60 eru BMW 320d á 6.490.000 kr., Audi A4 2,0 TDI á 5.760.000 kr. og Mercedes-Benz C 200 CDI á 6.750.000 kr. Volvo S60 er þó öflugastur þeirra allra og með lægstu CO2 töluna.Kostir: Aksturseiginleikar, öflug vél, verðÓkostir: Lítið flutningsrými, veghljóð 2,0 l. dísilvél, 181 hestafl Framhjóladrif Eyðsla: 3,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 99 g/km CO2 Hröðun: 7,6 sek. Hámarkshraði: 225 km/klst Verð frá: 5.990.000 kr. Umboð: Brimborg
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent