Toyota GT86 með blæju Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2014 10:30 Toyota GT86 með blæju. Toyota GT86 sem einnig er framleiddur sem Subaru BRZ mun fást topplaus frá og með október í ár. Subaru hefur reyndar engan áhuga á að bjóða bílinn með blæju og því verður það einungis Toyota GT86 sem fást mun þannig. Þannig útbúinn sást þessi sportbíll fyrst á bílasýningunni í Genf í fyrra, en nú er hann loks að verða að veruleika. Blæjuútgáfa bílsins verður áfram með 200 hestafla boxer vélinni sem kemur úr smiðju Subaru. Margir hafa þrýst á Subaru og Toyota að bjóða þenna skemmtilega bíl með öflugri vélum og þeir hinir sömu virðast hafa verið bænheyrðir því 300 hestafla vél mun brátt bjóðast, líklega með forþjöppu. Sá bíll fær 8 gíra sjálfskiptingu. Einnig ætlar Toyota og Subaru að bjóða bílinn sem tvinnbíl og verður sá bíll fjórhjóladrifinn og framhjólin drifin áfram með rafmótorum. Í Bandaríkjunum kostar Toyota GT86/Subaru BRZ 25.800 dollara, en blæjuútgáfan verður líklega á verðbilinu 35-38.000 dollarar. Búist er við því að 300 hestafla útgáfa bílsins muni kosta um 35.000 dollara, en það útleggst á 3,9 milljónir króna. Tvinnbílsútgáfa hans með fjórhjóladrifi verður hinsvegar á um 50.000 dollara. Það ber því talsvert mikið á milli verðs á núverandi útgáfu bílsins og þessara nýju gerða hans. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent
Toyota GT86 sem einnig er framleiddur sem Subaru BRZ mun fást topplaus frá og með október í ár. Subaru hefur reyndar engan áhuga á að bjóða bílinn með blæju og því verður það einungis Toyota GT86 sem fást mun þannig. Þannig útbúinn sást þessi sportbíll fyrst á bílasýningunni í Genf í fyrra, en nú er hann loks að verða að veruleika. Blæjuútgáfa bílsins verður áfram með 200 hestafla boxer vélinni sem kemur úr smiðju Subaru. Margir hafa þrýst á Subaru og Toyota að bjóða þenna skemmtilega bíl með öflugri vélum og þeir hinir sömu virðast hafa verið bænheyrðir því 300 hestafla vél mun brátt bjóðast, líklega með forþjöppu. Sá bíll fær 8 gíra sjálfskiptingu. Einnig ætlar Toyota og Subaru að bjóða bílinn sem tvinnbíl og verður sá bíll fjórhjóladrifinn og framhjólin drifin áfram með rafmótorum. Í Bandaríkjunum kostar Toyota GT86/Subaru BRZ 25.800 dollara, en blæjuútgáfan verður líklega á verðbilinu 35-38.000 dollarar. Búist er við því að 300 hestafla útgáfa bílsins muni kosta um 35.000 dollara, en það útleggst á 3,9 milljónir króna. Tvinnbílsútgáfa hans með fjórhjóladrifi verður hinsvegar á um 50.000 dollara. Það ber því talsvert mikið á milli verðs á núverandi útgáfu bílsins og þessara nýju gerða hans.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent