Skartgripir og nærbuxur sem eiga að koma í veg fyrir nauðgun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. maí 2014 21:13 Markhópur fyrirtækjanna virðist vera ungar konur. Fyrirtækið JWT Singapore hefur sett á markað armband og hálsmen sem eiga að auka öryggi kvenna og koma í veg fyrir að þeim verði nauðgað. Armbandið og hálsmenið eru með sérstökum takka sem sendir GPS hnit í textaskilaboðum. Þegar skartgripirnir eru keyptir er hægt að velja til hverra GPS hnitin eru send. Skartgripirnir hringja einnig í síma konunnar sem er með þá, til þess að gefa henni ástæðu til að „komast úr erfiðum aðstæðum“, eins og segir í auglýsingu fyrirtækisins. Skartgripirnir eru nefndir Verndarengillinn, eða Guardian Angel á ensku. Þetta eru ekki fyrstu vörurnar sem konur geta verið þegar þær fara út á lífið og á að verja þær fyrir nauðgun. Fyrirtækið Arwear setti á markað nærfatnað úr efni sem ekki er hægt að klippa né rífa, eins konar skírlífsbelti, seint á síðasta ári.„Enga stund að fara úr böndunum“ Valerie Cheng, tengiliður JWT Singapore, sagði í viðtali að armbandið væri hugsað til þess að gefa konum ástæðu til að komast úr aðstæðum sem þær teldur vera hættulegar. „Kannski eru einhverjar ungar konur sem eiga erfitt með að komast úr aðstæðum þegar maður sem þær þekkja er orðinn drukkinn og farinn að vera of ágengur. Svoleiðis aðstæður eru enga stund að fara úr böndunum. Þetta er hugsað fyrir konur sem lenda í slíku,“ útskýrir hún. Fyrirtækin sem framleiða vörurnar hafa verið gagnrýnd fyrir að framleiða tískuvarning til þess gerðan að verja konur frá nauðgun. „Það, að konur hafi tilefni til að kaupa hluti sem verja þær frá nauðgun, er alvarlegur hlutur. Mér finnst ekki rétt að tískuvæða svoleiðis hluti. Það á að taka þessu alvarlega og ekki fela svona varning,“ segir Adi Roberson, pistlahöfundur á vefsíðunni The Verge. Hún telur fyrirtækin vera að hagnast á hræðsluáróðri og hvetja til þess að konur sætti sig við að þetta sé hætta, í staðinn fyrir að tækla vandamálið, sem liggi hjá gerandanum. Hún rýnir í auglýsingar fyrirtækjanna, sem eiga að fylla konur að öryggiskennd. „Lifðu lífinu áhyggjulaust,“ segir meðal annars. Hér má sjá myndband sem er auglýsing fyrir Arwear. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fyrirtækið JWT Singapore hefur sett á markað armband og hálsmen sem eiga að auka öryggi kvenna og koma í veg fyrir að þeim verði nauðgað. Armbandið og hálsmenið eru með sérstökum takka sem sendir GPS hnit í textaskilaboðum. Þegar skartgripirnir eru keyptir er hægt að velja til hverra GPS hnitin eru send. Skartgripirnir hringja einnig í síma konunnar sem er með þá, til þess að gefa henni ástæðu til að „komast úr erfiðum aðstæðum“, eins og segir í auglýsingu fyrirtækisins. Skartgripirnir eru nefndir Verndarengillinn, eða Guardian Angel á ensku. Þetta eru ekki fyrstu vörurnar sem konur geta verið þegar þær fara út á lífið og á að verja þær fyrir nauðgun. Fyrirtækið Arwear setti á markað nærfatnað úr efni sem ekki er hægt að klippa né rífa, eins konar skírlífsbelti, seint á síðasta ári.„Enga stund að fara úr böndunum“ Valerie Cheng, tengiliður JWT Singapore, sagði í viðtali að armbandið væri hugsað til þess að gefa konum ástæðu til að komast úr aðstæðum sem þær teldur vera hættulegar. „Kannski eru einhverjar ungar konur sem eiga erfitt með að komast úr aðstæðum þegar maður sem þær þekkja er orðinn drukkinn og farinn að vera of ágengur. Svoleiðis aðstæður eru enga stund að fara úr böndunum. Þetta er hugsað fyrir konur sem lenda í slíku,“ útskýrir hún. Fyrirtækin sem framleiða vörurnar hafa verið gagnrýnd fyrir að framleiða tískuvarning til þess gerðan að verja konur frá nauðgun. „Það, að konur hafi tilefni til að kaupa hluti sem verja þær frá nauðgun, er alvarlegur hlutur. Mér finnst ekki rétt að tískuvæða svoleiðis hluti. Það á að taka þessu alvarlega og ekki fela svona varning,“ segir Adi Roberson, pistlahöfundur á vefsíðunni The Verge. Hún telur fyrirtækin vera að hagnast á hræðsluáróðri og hvetja til þess að konur sætti sig við að þetta sé hætta, í staðinn fyrir að tækla vandamálið, sem liggi hjá gerandanum. Hún rýnir í auglýsingar fyrirtækjanna, sem eiga að fylla konur að öryggiskennd. „Lifðu lífinu áhyggjulaust,“ segir meðal annars. Hér má sjá myndband sem er auglýsing fyrir Arwear.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira