Facebook mun opinbera kjósendur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2014 09:59 Zuckerberg vill fjölga notendum síðunum enn frekar með kosningahnappnum. VISIR/AFP Facebook mun kynna til sögunnar á næstu dögum nýjar útfærslur á forriti sem gerir fólki kleift að tilkynna vinum sínum að það hafi kosið. Tæknin er kynnt til sögunnar í aðdraganda þeirra fjöldamörgu kosninga sem fara fram á alþjóðavísu í ár. Tæknin hefur áður verið prufukeyrð, þá í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2012 og er áætlað að um 9 milljónir Bandaríkjamanna hafi nýtt sér tæknina. Nýja útfærslan var aðgengileg indverskum kjósendum er þeir kusu sér nýjan forsætisráðherra, Narendra Modi, í fjölmennustu kosningnum sögunnar sem fóru fram á liðnum vikum. Meira en 4 milljónir Indverja smelltu þá á „Ég er kjósandi“-hnappinn sem birtist á Facebook-síðum þeirra. Er þessi tækni liður í því færa þjónustu fyrirtækisins inn á fleiri svið dagslegs lífs notenda vefsíðunnar. Takkinn mun birtast á Facebook-síðum þeirra sem atkvæðabærir eru í kosningum til Evrópuþingsins nú í sumar. Einnig munu íbúar Kólumbíu, Suður-Kóreu, Svíþjóðar, Skotalands, Nýja Sjálands og Brasilíu ekki fara varhluta af hnappnum sem tjáir Facebook-vinum notandans að þeir hafi kosið, þó ekkert sé gefið upp um það hver atkvæðið hlaut. Facebook býst við því að um 400 milljón manns muni sjá kjósendum bregða fyrir á vefsíðunni í ár sem er ríflega þriðjungur heildarnotenda Facebook. Frekar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Telegraph. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Facebook mun kynna til sögunnar á næstu dögum nýjar útfærslur á forriti sem gerir fólki kleift að tilkynna vinum sínum að það hafi kosið. Tæknin er kynnt til sögunnar í aðdraganda þeirra fjöldamörgu kosninga sem fara fram á alþjóðavísu í ár. Tæknin hefur áður verið prufukeyrð, þá í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2012 og er áætlað að um 9 milljónir Bandaríkjamanna hafi nýtt sér tæknina. Nýja útfærslan var aðgengileg indverskum kjósendum er þeir kusu sér nýjan forsætisráðherra, Narendra Modi, í fjölmennustu kosningnum sögunnar sem fóru fram á liðnum vikum. Meira en 4 milljónir Indverja smelltu þá á „Ég er kjósandi“-hnappinn sem birtist á Facebook-síðum þeirra. Er þessi tækni liður í því færa þjónustu fyrirtækisins inn á fleiri svið dagslegs lífs notenda vefsíðunnar. Takkinn mun birtast á Facebook-síðum þeirra sem atkvæðabærir eru í kosningum til Evrópuþingsins nú í sumar. Einnig munu íbúar Kólumbíu, Suður-Kóreu, Svíþjóðar, Skotalands, Nýja Sjálands og Brasilíu ekki fara varhluta af hnappnum sem tjáir Facebook-vinum notandans að þeir hafi kosið, þó ekkert sé gefið upp um það hver atkvæðið hlaut. Facebook býst við því að um 400 milljón manns muni sjá kjósendum bregða fyrir á vefsíðunni í ár sem er ríflega þriðjungur heildarnotenda Facebook. Frekar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Telegraph.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira