Japanskur orkudrykkjaframleiðandi verður fyrsta fyrirtækið til að auglýsa vöru sína á tunglinu.
Otsuka Pharmaceutical, sem framleiðir drykkinn Pocari Sweat, mun skjóta dós af drykknum til tungslins á næsta ári.
Drykkurinn verður sendur út í geiminn í duftformi og í sérstakri títaníum dós sem á að þola lendinguna á yfirborði tungslins.
Dósin er einnig hönnuð til þess að þola miklar hitabreytingar á leiðinni og mikla rafsegulgeislun frá sólinni.
Skilaboð frá 38 þúsund japönskum börnum verða grafin í yfirborð dósarinnar sem mun vega um eitt kíló.
Geimferð dósarinnar er samvinnuverkefni bandaríska tæknifyrirtækisins Astrobotic Technology og singapúrska fyrirtækisins Astroscale.
Áætlað er að hið 384 þúsund kílómetra ferðalag taki fjóra daga. Þegar dósin er komin til tunglsins verður henni komið fyrir í gígnum Lacus Mortis, eða „Vatni Dauðans".
Frekari upplýsingar má nálgast á vef Sky News.
Auglýsa gosdrykk á tunglinu
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Viðskipti innlent

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent


Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent

Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum
Viðskipti innlent

Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Verðbólga lækkar um 0,4 stig
Viðskipti innlent
