Guðmann Þórisson og félagar í Mjällby töpuðu í kvöld naumlega á móti toppliði Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Malmö FF liðið vann leikinn 1-0 og náði með því fimm stiga forskoti á Elfsborg á toppi sænsku deildarinnar.
Guðmann kom aftur inn í liðið hjá Mjällby eftir eins leiks fjarveru og spilaði allan leikinn í miðri vörninni. Hann spilaði síðustu 34 mínúturnar með gult spjald á bakinu.
Guillermo Molins skoraði sigurmark Malmö á 39. mínútu leiksins. Mjällby situr því áfram í fallsæti en liðið er með átta stig eftir ellefu leiki.
Guðmann fékk spjald en ekkert stig á móti toppliðinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
