Eigendur skemmtiferðaskipa veðja á Kína Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 16:45 Skemmtiferðaskip í kínverskri höfn. news.xinhuanet.com Efnuðu fólki í Kína fer mikið fjölgandi og ferðlög kínverja að sama skapi. Á þessu hafa eigendur skemmtiferðaskipa áttað sig og því leggja mörg þeirra nú úr höfn frá Kína. Svo hratt gerast hlutirnir í Kína nú að búist er við því að Kína verði næst stærsti markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip á eftir Bandaríkjunum strax árið 2017. Enn er vöxtur á markaði fyrir skemmtiferðaskip í Evrópu og Bandaríkjunum, en vöxturinn er miklu hraðari í Kína. Stærsta fyrirtæki heims í rekstri skemmtiferðaskipa, Carnival, sem gerir út 100 slík skip ætlar að reka 4 þeirra frá heimahöfnum í Kína á næsta ári. Annað stórt fyrirtæki í bransanum, Asian Cruise Association, væntir þess að markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Asíu muni þrefaldast fyrir árið 2020 og nær helmingur þess verði frá Kína. Royal Caribbean, sem einnig er geysistórt fyrirtæki á þessum markaði, kom mörgum á óvart um daginn er það tilkynnti um að nýjasta skip þess yrði rekið frá Kína frá og með þessum mánuði. Hingað til hafa skipafélögin helst notað eldri skip úr flota sínum til að þjóna markaðnum í Kína. Eitt af því sem að rekstraraðilum skemmtiferðaskipanna þarf að lærast varðandi framboð sitt á siglingum frá Kína er að bjóða frekar styttri ferðir en langar þar sem kínverjum er alla jafna úthlutað styttri leyfum frá vinnu en í Evrópu og Bandaríkjunum. Einnig þarf að breyta þjónustunni um borð og meðal annars að hafa sushi staði, eins og Carnival hefur nú þegar gert á einu skipa sinna. Markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Ástralíu hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 20% á hverju ári og eru eigendur skemmtiferðaskipa einnig að bregðast við því og gera út mörg þeirra þaðan. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnuðu fólki í Kína fer mikið fjölgandi og ferðlög kínverja að sama skapi. Á þessu hafa eigendur skemmtiferðaskipa áttað sig og því leggja mörg þeirra nú úr höfn frá Kína. Svo hratt gerast hlutirnir í Kína nú að búist er við því að Kína verði næst stærsti markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip á eftir Bandaríkjunum strax árið 2017. Enn er vöxtur á markaði fyrir skemmtiferðaskip í Evrópu og Bandaríkjunum, en vöxturinn er miklu hraðari í Kína. Stærsta fyrirtæki heims í rekstri skemmtiferðaskipa, Carnival, sem gerir út 100 slík skip ætlar að reka 4 þeirra frá heimahöfnum í Kína á næsta ári. Annað stórt fyrirtæki í bransanum, Asian Cruise Association, væntir þess að markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Asíu muni þrefaldast fyrir árið 2020 og nær helmingur þess verði frá Kína. Royal Caribbean, sem einnig er geysistórt fyrirtæki á þessum markaði, kom mörgum á óvart um daginn er það tilkynnti um að nýjasta skip þess yrði rekið frá Kína frá og með þessum mánuði. Hingað til hafa skipafélögin helst notað eldri skip úr flota sínum til að þjóna markaðnum í Kína. Eitt af því sem að rekstraraðilum skemmtiferðaskipanna þarf að lærast varðandi framboð sitt á siglingum frá Kína er að bjóða frekar styttri ferðir en langar þar sem kínverjum er alla jafna úthlutað styttri leyfum frá vinnu en í Evrópu og Bandaríkjunum. Einnig þarf að breyta þjónustunni um borð og meðal annars að hafa sushi staði, eins og Carnival hefur nú þegar gert á einu skipa sinna. Markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Ástralíu hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 20% á hverju ári og eru eigendur skemmtiferðaskipa einnig að bregðast við því og gera út mörg þeirra þaðan.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent