Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir lék allan leikinn fyrir Jitex sem tapaði 2-1 fyrir Vittsjö á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Vittsjö var 1-0 yfir í hálfleik en Jitex jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Vittsjö tryggði sér sigurinn 17 mínútum fyrir leikslok en Jitex er enn án stiga í neðsta sæti deildarinnar.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék síðustu 34 mínúturnar fyrir Arna-Björnar sem tapaði 2-1 fyrir Röa í norsku úrvalsdeildinni.
Arna-Björnar hefði getað farið á toppinn með sigri og komst yfir á 9. mínútu leiksins en Röa skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sér sigur á heimavelli.

