Nico Rosberg vann aftur í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. maí 2014 13:54 Rosberg hafði betur gegn Hamilton í Mónakó Vísir/Getty Þjóðverjinn Nico Rosberg leiddi hvern einasta hring í keppninni eftir að ná ráspól á umdeildan hátt í gær. Liðsfélagi Rosberg hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Rosberg vann Mónakó keppnina líka í fyrra. Öryggisbíllinn var kallaður út á fyrsta hring vegna bíls Sergio Perez, sem lenti á varnarvegg eftir að Perez ók á bíl Jenson Button. Í endurræsingunni eftir að öryggisbíllinn fór inn komst Kimi Raikkonen fram úr Red Bull bílunum, hann varð þá orðinn þriðji.Sebastian Vettel hætti keppni á 7. hring í sinni hundruðustu keppni fyrir Red Bull.Öryggisbíllinn kom út í annað sinn þegar Adrian Sutil missti stjórn á Sauber bíl sínum. Flestir nýttu sér öryggisbílinn til að skipta um dekk. Kimi Raikkonen þurfti að koma tvisvar inn meðan öryggisbíllinn stýrði umferðinni.Hann var með sprungið dekk eftir að Marussia bíll ók á Raikkonen. Hann tapaði því þriðja sætinu og kom út í sextánda sæti. Toro Rosso tókst ekki að skila bíl í mark í keppninni. Jean-Eric Vergne og Daniil Kvyat þurftu báðir að hætta keppni vegna vélabilunar.Valtteri Bottas stöðvaði á brautinni vegna vélabilunar. Greinilega vantaði kælinguna fyrir vélarnar sem fást á löngum beinum köflum á öðrum brautum. Þegar Esteban Gutierrez lenti á vegg og hætti keppni færðist Jules Bianchi á Marussia í fyrsta mögulega stigasæti liðsins. Eftir að Raikkonen reyndi að taka fram úr Kevin Magnussen á McLaren.Bianchi átti frábæran dag og náði í 2 stig.Vísir/GettyBianchi tók út refsingu á meðan öryggisbíllinn var úti. Hann fékk þá refsingu fyrir að ræsa af vitlausum stað.Pastor Maldonado komst ekki af stað í uphitunarhring og það olli ruglingi meðal þeirra sem voru fyrir aftan hann. Þar sem Bianchi tók ekki annað þjónustu hlé varð hann að taka út refsinguna með því að bæta fimm sekúndum við heildar keppnistíma sinn. Það dugði honum í níunda sæti og hann tryggði Marussia þar með fyrstu stig Marussia liðsins. „Ég náði góðum hraða í dag, það er erfitt að taka fram úr hér,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Hann var mjög fámáll. „Við þorðum ekki að sleppa því að taka fimm sekúndna refsinguna þegar við stoppuðum. Reglurnar eru frekar óksýrar hvað þetta varðar,“ sagði Graeme Lowdon lisstjóri Marussia liðsins, alsæll með stigin. Rosberg tjáði sig ekki um ráspólinn, hann talaði um hversu frábært væri að vinna aftur í Mónakó.Rosberg leiddi alla keppnina í MónakóVísir/GettyÚrslit keppninnar urðu: 1.Nico Rosberg - Mercedes - 25 stig 2.Lewis Hamilton - Mercedes - 18 stig 3.Daniel Ricciardo - Red Bull - 15 stig 4.Fernando Alonso - Ferrari - 12 stig 5.Nico Hulkenberg - Force India - 10 stig 6.Jenson Button - McLaren - 8 stig 7.Felipe Massa - Williams - 6 stig 8.Romain Grosjean - Lotus - 4 stig 9.Jules Bianchi - Marussia - 2 stig 10.Kevin Magnussen - McLaren - 1 stig 11.Marcus Ericsson - Caterham 12.Kimi Raikkonen - Ferrari 13.Kamui Kobayashi - Caterham 14.Max Chilton - Marussia Þeir sem duttu út: Esteban Gutierrez - Sauber Valtteri Bottas - Williams Jean-Eric Vergne - Toro Rosso Adrian Sutil - Sauber Daniil Kvyat - Toro Rosso Sebastian Vettel - Red Bull Sergio Perez - Force India Pastor Maldonado - Lotus - hóf ekki keppni Rosberg hefur tekið við forystunni af Hamilton í stigakeppni ökumanna með 122 stig, Hamilton er með 118 stig og Fernando Alonso er þriðji með 61 stig.Bílskúrinn verður á sínum stað á morgun og næsta keppni er 8. júní í Kanada. Formúla Tengdar fréttir Alonso kom á óvart á æfingum í Mónakó Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari kom á óvart á seinni æfingu dagsins í Mónakó og setti besta tímann. Tvær æfingar af þremur fyrir keppni helgarinnar fóru fram í dag. 22. maí 2014 21:56 Vettel: Mercedes hefur meiri yfirburði en Red Bull hafði Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir að Red Bull liðið hafi aldrei haft jafn mikla yfirburði og Mercedes liðið hefur núna. Vettel er fjórfaldur heimsmeistari með Red Bull. 22. maí 2014 00:36 Hamilton stundar ekki sálfræðihernað Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1 neitar að hafa stundað sálfræðihernað gegn liðsfélögum sínum með ásettu ráði. 24. maí 2014 00:01 Rosberg á ráspól í Mónakó Nico Rosberg náði ráspól í mikilvægustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. Brautin í Mónakó er mjög þröng og því erfitt að taka framúr. Þess vegna skiptir tímatakn í Mónakó meira máli en aðrar tímatökur. 24. maí 2014 13:05 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg leiddi hvern einasta hring í keppninni eftir að ná ráspól á umdeildan hátt í gær. Liðsfélagi Rosberg hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Rosberg vann Mónakó keppnina líka í fyrra. Öryggisbíllinn var kallaður út á fyrsta hring vegna bíls Sergio Perez, sem lenti á varnarvegg eftir að Perez ók á bíl Jenson Button. Í endurræsingunni eftir að öryggisbíllinn fór inn komst Kimi Raikkonen fram úr Red Bull bílunum, hann varð þá orðinn þriðji.Sebastian Vettel hætti keppni á 7. hring í sinni hundruðustu keppni fyrir Red Bull.Öryggisbíllinn kom út í annað sinn þegar Adrian Sutil missti stjórn á Sauber bíl sínum. Flestir nýttu sér öryggisbílinn til að skipta um dekk. Kimi Raikkonen þurfti að koma tvisvar inn meðan öryggisbíllinn stýrði umferðinni.Hann var með sprungið dekk eftir að Marussia bíll ók á Raikkonen. Hann tapaði því þriðja sætinu og kom út í sextánda sæti. Toro Rosso tókst ekki að skila bíl í mark í keppninni. Jean-Eric Vergne og Daniil Kvyat þurftu báðir að hætta keppni vegna vélabilunar.Valtteri Bottas stöðvaði á brautinni vegna vélabilunar. Greinilega vantaði kælinguna fyrir vélarnar sem fást á löngum beinum köflum á öðrum brautum. Þegar Esteban Gutierrez lenti á vegg og hætti keppni færðist Jules Bianchi á Marussia í fyrsta mögulega stigasæti liðsins. Eftir að Raikkonen reyndi að taka fram úr Kevin Magnussen á McLaren.Bianchi átti frábæran dag og náði í 2 stig.Vísir/GettyBianchi tók út refsingu á meðan öryggisbíllinn var úti. Hann fékk þá refsingu fyrir að ræsa af vitlausum stað.Pastor Maldonado komst ekki af stað í uphitunarhring og það olli ruglingi meðal þeirra sem voru fyrir aftan hann. Þar sem Bianchi tók ekki annað þjónustu hlé varð hann að taka út refsinguna með því að bæta fimm sekúndum við heildar keppnistíma sinn. Það dugði honum í níunda sæti og hann tryggði Marussia þar með fyrstu stig Marussia liðsins. „Ég náði góðum hraða í dag, það er erfitt að taka fram úr hér,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Hann var mjög fámáll. „Við þorðum ekki að sleppa því að taka fimm sekúndna refsinguna þegar við stoppuðum. Reglurnar eru frekar óksýrar hvað þetta varðar,“ sagði Graeme Lowdon lisstjóri Marussia liðsins, alsæll með stigin. Rosberg tjáði sig ekki um ráspólinn, hann talaði um hversu frábært væri að vinna aftur í Mónakó.Rosberg leiddi alla keppnina í MónakóVísir/GettyÚrslit keppninnar urðu: 1.Nico Rosberg - Mercedes - 25 stig 2.Lewis Hamilton - Mercedes - 18 stig 3.Daniel Ricciardo - Red Bull - 15 stig 4.Fernando Alonso - Ferrari - 12 stig 5.Nico Hulkenberg - Force India - 10 stig 6.Jenson Button - McLaren - 8 stig 7.Felipe Massa - Williams - 6 stig 8.Romain Grosjean - Lotus - 4 stig 9.Jules Bianchi - Marussia - 2 stig 10.Kevin Magnussen - McLaren - 1 stig 11.Marcus Ericsson - Caterham 12.Kimi Raikkonen - Ferrari 13.Kamui Kobayashi - Caterham 14.Max Chilton - Marussia Þeir sem duttu út: Esteban Gutierrez - Sauber Valtteri Bottas - Williams Jean-Eric Vergne - Toro Rosso Adrian Sutil - Sauber Daniil Kvyat - Toro Rosso Sebastian Vettel - Red Bull Sergio Perez - Force India Pastor Maldonado - Lotus - hóf ekki keppni Rosberg hefur tekið við forystunni af Hamilton í stigakeppni ökumanna með 122 stig, Hamilton er með 118 stig og Fernando Alonso er þriðji með 61 stig.Bílskúrinn verður á sínum stað á morgun og næsta keppni er 8. júní í Kanada.
Formúla Tengdar fréttir Alonso kom á óvart á æfingum í Mónakó Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari kom á óvart á seinni æfingu dagsins í Mónakó og setti besta tímann. Tvær æfingar af þremur fyrir keppni helgarinnar fóru fram í dag. 22. maí 2014 21:56 Vettel: Mercedes hefur meiri yfirburði en Red Bull hafði Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir að Red Bull liðið hafi aldrei haft jafn mikla yfirburði og Mercedes liðið hefur núna. Vettel er fjórfaldur heimsmeistari með Red Bull. 22. maí 2014 00:36 Hamilton stundar ekki sálfræðihernað Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1 neitar að hafa stundað sálfræðihernað gegn liðsfélögum sínum með ásettu ráði. 24. maí 2014 00:01 Rosberg á ráspól í Mónakó Nico Rosberg náði ráspól í mikilvægustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. Brautin í Mónakó er mjög þröng og því erfitt að taka framúr. Þess vegna skiptir tímatakn í Mónakó meira máli en aðrar tímatökur. 24. maí 2014 13:05 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Alonso kom á óvart á æfingum í Mónakó Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari kom á óvart á seinni æfingu dagsins í Mónakó og setti besta tímann. Tvær æfingar af þremur fyrir keppni helgarinnar fóru fram í dag. 22. maí 2014 21:56
Vettel: Mercedes hefur meiri yfirburði en Red Bull hafði Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir að Red Bull liðið hafi aldrei haft jafn mikla yfirburði og Mercedes liðið hefur núna. Vettel er fjórfaldur heimsmeistari með Red Bull. 22. maí 2014 00:36
Hamilton stundar ekki sálfræðihernað Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1 neitar að hafa stundað sálfræðihernað gegn liðsfélögum sínum með ásettu ráði. 24. maí 2014 00:01
Rosberg á ráspól í Mónakó Nico Rosberg náði ráspól í mikilvægustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. Brautin í Mónakó er mjög þröng og því erfitt að taka framúr. Þess vegna skiptir tímatakn í Mónakó meira máli en aðrar tímatökur. 24. maí 2014 13:05