Arnór Smárason lék í 71 mínútu þegar lið hans, Helsingborg, beið lægri hlut fyrir Kalmar, 2-0, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
David Elm og Måns Söderqkvist skoruðu mörk Kalmar í sitthvorum hálfleiknum.
Arnór hefur leikið tíu leiki fyrir Helsingborg í deildinni og skorað tvö mörk, en liðið tapaði bikarúrslitaleik gegn Elfsborg um síðustu helgi.
Seinna í dag mætast svo IFK Gautaborg og IFK Nörrkoping.
Arnór lék í tapi Helsingborgar

Tengdar fréttir

Elfsborg bikarmeistari | Arnór lék allan leikinn
Elfsborg varð í dag sænskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Helsingborgs á Friends Arena í Stokkhólmi. Þetta var þriðji bikarmeistaratitillinn sem Elfsborg vinnur í sögu félagsins.