Stíll á lögreglunni á Ítalíu Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2014 10:06 Rennilegur nýjasti lögreglubíll ítölsku lögreglunnar. Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini gerðist rausnarlegur um daginn og gaf ítölsku lögreglunni eintak af sinni nýjustu framleiðslu, Huracán LP 610-4. Þessum bíl er ætlað að leysa af hólmi Lamborghini Gallardo bíl sem framleiðandinn gaf lögreglunni fyrir 6 árum síðan. Bíllinn er ekki alveg eins og þeir sem almenningi býðst, en hann er hlaðinn tæknibúnaði og getur til að mynda lesið sjálfur á skráningarnúmer þeirra bíla sem veitt er eftirför. Í skotti bílsins er kælir sem notaður verður til að flytja líffæri, en þá er gott að hafa hraðskreiðan bíl ef mikið liggur við. Lamborghini Huracán LP 610-4 er með 610 hestafla, 5,7 lítra og 10 strokka vél og skilar hún bílnum í 100 á 3,2 sekúndum og í 200 á 9,9 sekúndum. Slíkur bíll kostar frá 180.000 dollurum, eða ríflega 20 milljónir króna. Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent
Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini gerðist rausnarlegur um daginn og gaf ítölsku lögreglunni eintak af sinni nýjustu framleiðslu, Huracán LP 610-4. Þessum bíl er ætlað að leysa af hólmi Lamborghini Gallardo bíl sem framleiðandinn gaf lögreglunni fyrir 6 árum síðan. Bíllinn er ekki alveg eins og þeir sem almenningi býðst, en hann er hlaðinn tæknibúnaði og getur til að mynda lesið sjálfur á skráningarnúmer þeirra bíla sem veitt er eftirför. Í skotti bílsins er kælir sem notaður verður til að flytja líffæri, en þá er gott að hafa hraðskreiðan bíl ef mikið liggur við. Lamborghini Huracán LP 610-4 er með 610 hestafla, 5,7 lítra og 10 strokka vél og skilar hún bílnum í 100 á 3,2 sekúndum og í 200 á 9,9 sekúndum. Slíkur bíll kostar frá 180.000 dollurum, eða ríflega 20 milljónir króna.
Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent