Ekki spenntir fyrir vindmyllum á hafi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2014 14:45 Vindmyllan við vesturströnd Noregs. Statoil/Öyvind Hagen. „Sannleikurinn er sá að í dag er hvorki markaður né pólitískur vilji til að skapa grundvöll fyrir fjárfesta til að stefna á vindorku í Noregi, hvorki á landi né á hafi,“ segir í leiðara norska blaðsins Teknisk Ukeblad undir fyrirsögninni „Fiasko for norsk havvind“. Þar fjallar ritstjórinn, Tormod Haugstad, um svokallað Hywind-verkefni og stöðuna í vindorkumálum Norðmanna eftir gjaldþrot fyrirtækisins Sway Turbine, sem þróaði fljótandi vindmyllur. Olíufélagið Statoil fjárfesti átta milljarða króna í verkefninu og hugðist sýna fram á að það gæti lagt fram tækniþekkingu til að byggja upp nýja grein endurnýjanlegrar orkuframleiðslu í formi vindorku á hafi. Fyrsta og eina vindmyllan var sett upp árið 2009 við Karmey á vesturströnd Noregs og segir leiðarahöfundur að síðan hafi nánast ekkert gerst. Bjartsýni hafi verið mikil í upphafi en nú sé verkefnið orðið táknrænt fyrir það áhugaleysi sem norskt atvinnulíf sýni vindorkunni. Á sama tíma hvetji umhverfissamtök og vísindamenn til þess að Norðmenn fjárfesti í vindorku til að hefja umbreytinguna yfir í aukna endurnýjanlega orkuframleiðslu. „Gjaldþrotið er sorglegt dæmi um að okkur tekst ekki að yfirfæra tækniþekkingu okkar í olíu- og gasiðnaðinum til að taka forystu á heimsmarkaði í vindorku á hafinu, eins og stjórnmálamenn tala svo fjálglega um,“ segir leiðarahöfundur Teknisk Ukeblad. Statoil sé eitt af félögunum sem fjárfesti í Sway en hafi ekki áhuga á að þróa verkefnið áfram. Ekki hafi svo sem verið við öðru að búast. Statoil hafi fundið nýjar stórar olíu- og gaslindir og þurfi að draga úr öðrum kostnaði til að byggja upp ný olíuvinnslusvæði. Það sé þó ekki útilokað að félagið ákveði á næsta ári að halda áfram verkefni um fimm nýjar vindmyllur við strendur Skotlands. Samtök sem vinna að því að markaðssetja norska tækni á alþjóðavettvangi höfðu áður sagt að þau sæu litla samlegð milli vindorku á hafi og olíugeirans. Það segir leiðarahöfundur lýsa lítilli framsýni. Norsk fyrirtæki í olíuiðnaði hafi þegar sýnt fram á að þau geti framleitt tækjabúnað fyrir vaxandi markað fyrir vindmyllur á sjó. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
„Sannleikurinn er sá að í dag er hvorki markaður né pólitískur vilji til að skapa grundvöll fyrir fjárfesta til að stefna á vindorku í Noregi, hvorki á landi né á hafi,“ segir í leiðara norska blaðsins Teknisk Ukeblad undir fyrirsögninni „Fiasko for norsk havvind“. Þar fjallar ritstjórinn, Tormod Haugstad, um svokallað Hywind-verkefni og stöðuna í vindorkumálum Norðmanna eftir gjaldþrot fyrirtækisins Sway Turbine, sem þróaði fljótandi vindmyllur. Olíufélagið Statoil fjárfesti átta milljarða króna í verkefninu og hugðist sýna fram á að það gæti lagt fram tækniþekkingu til að byggja upp nýja grein endurnýjanlegrar orkuframleiðslu í formi vindorku á hafi. Fyrsta og eina vindmyllan var sett upp árið 2009 við Karmey á vesturströnd Noregs og segir leiðarahöfundur að síðan hafi nánast ekkert gerst. Bjartsýni hafi verið mikil í upphafi en nú sé verkefnið orðið táknrænt fyrir það áhugaleysi sem norskt atvinnulíf sýni vindorkunni. Á sama tíma hvetji umhverfissamtök og vísindamenn til þess að Norðmenn fjárfesti í vindorku til að hefja umbreytinguna yfir í aukna endurnýjanlega orkuframleiðslu. „Gjaldþrotið er sorglegt dæmi um að okkur tekst ekki að yfirfæra tækniþekkingu okkar í olíu- og gasiðnaðinum til að taka forystu á heimsmarkaði í vindorku á hafinu, eins og stjórnmálamenn tala svo fjálglega um,“ segir leiðarahöfundur Teknisk Ukeblad. Statoil sé eitt af félögunum sem fjárfesti í Sway en hafi ekki áhuga á að þróa verkefnið áfram. Ekki hafi svo sem verið við öðru að búast. Statoil hafi fundið nýjar stórar olíu- og gaslindir og þurfi að draga úr öðrum kostnaði til að byggja upp ný olíuvinnslusvæði. Það sé þó ekki útilokað að félagið ákveði á næsta ári að halda áfram verkefni um fimm nýjar vindmyllur við strendur Skotlands. Samtök sem vinna að því að markaðssetja norska tækni á alþjóðavettvangi höfðu áður sagt að þau sæu litla samlegð milli vindorku á hafi og olíugeirans. Það segir leiðarahöfundur lýsa lítilli framsýni. Norsk fyrirtæki í olíuiðnaði hafi þegar sýnt fram á að þau geti framleitt tækjabúnað fyrir vaxandi markað fyrir vindmyllur á sjó.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira