Helmingur Kínverja mun aldrei kaupa japanskan bíl Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 09:30 Seint gæti gróið um heilt milli Japan og Kína. Svo djúpstætt er hatur meðal Kínverja í garð japösku þjóðarinnar að helmingur Kínverja getur ekki hugsað sér að kaupa nokkurntíma japanskan bíl. Fyrir utan nýlegan ágreining á milli þjóðanna tveggja um yfirráð eyjaklasa nokkurs sem báðar þjóðir gera tilkall til, þá er saga átaka milli þjóðanna miklu mun eldri og kínverjar gleyma ekki grimmdarverkum Japana í Kína í seinni heimsstyrjöldinni. Það var rannsóknarfyrirtækið Bernstein Research sem kannaði afstöðu Kínverja og kom í ljós að 51% þeirra ætla sér aldrei að kaupa japanskan bíl. Búast má við því að þessi tala gæti lækkað á næstu árum og áratugum eftir því sem kínverska þjóðin eldist, ekki nema að komi til frekari átaka á milli þjóðanna. Í könnuninni kom reyndar fram að draumur flestra Kínverja er að eignast þýskan bíl. Það sést líka á sölutölum þýskra bíla í Kína, en þar seljast þeir einkar vel nú. Í könnuninni sést líka að Kínverjar álíta japanska bíla betri en þá kóresku og að þeir álíti einnig að japanskir bílar séu þægilegri en meira að segja þýskir og bandarískir bílar, en vandinn sé bara fólginn í upprunanum. Eftir miklu er að slægjast varðandi bílasölu í Kína og er búist við 22 milljón bíla sölu þar í ár. Ennfremur eru kínverskir bílaframleiðendur flestir ekki komnir eins langt í þróun bíla sinna og áður upptaldar bílaþjóðir. Því er þessi afstaða kínversku þjóðarinnar ekki til að gleðja japanska bílaframleiðendur. Gæði þeirra mun því aldrei ná að vinna hylli margra þeirra. Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent
Svo djúpstætt er hatur meðal Kínverja í garð japösku þjóðarinnar að helmingur Kínverja getur ekki hugsað sér að kaupa nokkurntíma japanskan bíl. Fyrir utan nýlegan ágreining á milli þjóðanna tveggja um yfirráð eyjaklasa nokkurs sem báðar þjóðir gera tilkall til, þá er saga átaka milli þjóðanna miklu mun eldri og kínverjar gleyma ekki grimmdarverkum Japana í Kína í seinni heimsstyrjöldinni. Það var rannsóknarfyrirtækið Bernstein Research sem kannaði afstöðu Kínverja og kom í ljós að 51% þeirra ætla sér aldrei að kaupa japanskan bíl. Búast má við því að þessi tala gæti lækkað á næstu árum og áratugum eftir því sem kínverska þjóðin eldist, ekki nema að komi til frekari átaka á milli þjóðanna. Í könnuninni kom reyndar fram að draumur flestra Kínverja er að eignast þýskan bíl. Það sést líka á sölutölum þýskra bíla í Kína, en þar seljast þeir einkar vel nú. Í könnuninni sést líka að Kínverjar álíta japanska bíla betri en þá kóresku og að þeir álíti einnig að japanskir bílar séu þægilegri en meira að segja þýskir og bandarískir bílar, en vandinn sé bara fólginn í upprunanum. Eftir miklu er að slægjast varðandi bílasölu í Kína og er búist við 22 milljón bíla sölu þar í ár. Ennfremur eru kínverskir bílaframleiðendur flestir ekki komnir eins langt í þróun bíla sinna og áður upptaldar bílaþjóðir. Því er þessi afstaða kínversku þjóðarinnar ekki til að gleðja japanska bílaframleiðendur. Gæði þeirra mun því aldrei ná að vinna hylli margra þeirra.
Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent