Franska ríkið verður af 14 milljörðum evra í skatttekjur í ár vegna skattsvika.
Frakklandsforseti, Francois Hollande, hefur hækkað tekjuskatta, virðisaukaskatt og fyrirtækjaskatt síðan hann var kosinn til embættis fyrir tveimur árum.
Ríkisstjórnin bjóst við aukalegum 30 milljörðum evra vegna skattahækkananna, en aðeins 16 milljarðar, rétt rúmur helmingur fyrri áætlana, skilaði sér í ríkiskassann.
