Martin Kaymer sigraði á Players meistaramótinu sem fram fór í gær en þessi 29 ára gamli Þjóðverji sýndi stáltaugar á lokahringnum á TPC Sawgrass vellinum til þess að sigra sitt fyrsta atvinnumót í tvö ár. Kaymer notast nánast alfarið við Taylor Made kylfur enda er hann með stóran samning við þennan vinsæla kylfuframleiðanda.
Þá vekur athygli að Kaymer hefur notast við sama pútterinn frá árinu 2009 en með honum sigraði hann á sínu fyrsta risamóti árið 2010 og setti niður púttið fræga á Medinah vellinum sem tryggði Evrópuliðinu sigur í síðasta Ryderbikar.
Pútterinn kallast Pink Karsten Anser 2 og kostaði aðeins 90 dollara eða rúmlega 10 þúsund krónur þegar að hann kom fyrst á markað í Bandaríkjunum árið 2009.
Bolti: TaylorMade Lethal
Driver: TaylorMade SLDR 460 (Graphite Design, DI-70x), 9.5 gráður
3-tré: TaylorMade SLDR, 14 gráður
Hálfviti: TaylorMade SLDR, 17 gráður
Járn(3-PW): TaylorMade Tour Preferred MC
Fleygjárn: TaylorMade TP xFT (54, 58 gráður)
Pútter: Ping Karsten Anser 2
