102 ára á 320 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2014 08:45 Edith Pittenger og Mario Andretti eftir bíltúrinn. Það eru ekki allar 102 ára konur sem hafa setið í bíl á 320 km hraða, hvað þá með hinn goðsagnarkennda keppnisökumann Mario Andretti við stýrið. Það gerði þó Edith Pittenger um daginn á Indianapolis Motor Speedway og óku þau tveggja sæta IndyCar kappakstursbíl. Andretti náði 320 km hraða í bíltúrnum með þá gömlu og var hún algjörlega í skýjunum með ökuferðina og vildi strax fara annan hring. Þessi atburður var einn af mörgum skemmtilegum á Memorial day Weekend hátíð sem haldin var í Indianapolis fyrir stuttu. Fyrir 6 árum fékk Edith Pittenger líka að aka um brautina með Arie Luyendyk við stýrið, en það var jólagjöf til hennar er hún hélt uppá 96 ára afmæli sitt. Það var þá met í aldri á brautinni, en nú hefur hún semsagt bætt það um 6 ár.Gamlingjarnir á fullu í brautinni. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent
Það eru ekki allar 102 ára konur sem hafa setið í bíl á 320 km hraða, hvað þá með hinn goðsagnarkennda keppnisökumann Mario Andretti við stýrið. Það gerði þó Edith Pittenger um daginn á Indianapolis Motor Speedway og óku þau tveggja sæta IndyCar kappakstursbíl. Andretti náði 320 km hraða í bíltúrnum með þá gömlu og var hún algjörlega í skýjunum með ökuferðina og vildi strax fara annan hring. Þessi atburður var einn af mörgum skemmtilegum á Memorial day Weekend hátíð sem haldin var í Indianapolis fyrir stuttu. Fyrir 6 árum fékk Edith Pittenger líka að aka um brautina með Arie Luyendyk við stýrið, en það var jólagjöf til hennar er hún hélt uppá 96 ára afmæli sitt. Það var þá met í aldri á brautinni, en nú hefur hún semsagt bætt það um 6 ár.Gamlingjarnir á fullu í brautinni.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent