Ætla að skera upp landbúnaðarkerfið Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2014 19:00 Norskir bændur mættu á skítadreifurum við þinghúsið í Osló og úðuðu mjólk yfir götur í víðtækum mótmælum um allan Noreg gegn áformum ríkisstjórnar landsins að skera upp landbúnaðarkerfið, en því svipar mjög til þess íslenska. Bændasamtök Noregs slitu í gær viðræðum við ríkisstjórnina um nýjan búvörusamning og í framhaldinu óku bændur á traktorum inn í borgir og bæi landsins. Þeir óku skítadreifara að Stórþinginu í Osló, sem þeir sögðu táknrænt fyrir álit sitt á ríkisstjórninni, en létu það þó vera að sinni að setja úðarann í gang. Þeir vökvuðu hins vegar götur með mjólk og tepptu umferð en mótmælin fóru fram samtímis um allan Noreg. Þau héldu síðan áfram í dag.Norskir bændur segja áform ríkisstjórnarinnar árás á dreifbýlið og litlu fjölskyldubúin.Mynd/TV-2, NoregiNorski landbúnaðurinn nýtur mikils ríkisstuðnings, eins og sá íslenski, og þar er einnig tekist á um það að hve miklu leyti eigi að verja innlenda matvælaframleiðslu og dreifbýlið. Norsku bændasamtökin segja áform ríkisstjórnarinnar alvarlega árás á landbúnaðinn í héruðum landsins og sérstaklega á litlu fjölskyldubúin sem beri uppi matvælaframleiðsluna. Stærstu búin í bestu landbúnaðarhéruðunum næst þéttbýlinu muni hins vegar eflast, breytingarnar muni því hafa víðtæk áhrif á byggðamunstur í Noregi, og það segjast bændur aldrei geta sætt sig við. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norskir bændur mættu á skítadreifurum við þinghúsið í Osló og úðuðu mjólk yfir götur í víðtækum mótmælum um allan Noreg gegn áformum ríkisstjórnar landsins að skera upp landbúnaðarkerfið, en því svipar mjög til þess íslenska. Bændasamtök Noregs slitu í gær viðræðum við ríkisstjórnina um nýjan búvörusamning og í framhaldinu óku bændur á traktorum inn í borgir og bæi landsins. Þeir óku skítadreifara að Stórþinginu í Osló, sem þeir sögðu táknrænt fyrir álit sitt á ríkisstjórninni, en létu það þó vera að sinni að setja úðarann í gang. Þeir vökvuðu hins vegar götur með mjólk og tepptu umferð en mótmælin fóru fram samtímis um allan Noreg. Þau héldu síðan áfram í dag.Norskir bændur segja áform ríkisstjórnarinnar árás á dreifbýlið og litlu fjölskyldubúin.Mynd/TV-2, NoregiNorski landbúnaðurinn nýtur mikils ríkisstuðnings, eins og sá íslenski, og þar er einnig tekist á um það að hve miklu leyti eigi að verja innlenda matvælaframleiðslu og dreifbýlið. Norsku bændasamtökin segja áform ríkisstjórnarinnar alvarlega árás á landbúnaðinn í héruðum landsins og sérstaklega á litlu fjölskyldubúin sem beri uppi matvælaframleiðsluna. Stærstu búin í bestu landbúnaðarhéruðunum næst þéttbýlinu muni hins vegar eflast, breytingarnar muni því hafa víðtæk áhrif á byggðamunstur í Noregi, og það segjast bændur aldrei geta sætt sig við.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent