

Pastor Maldonado, ökumaður Lotus telur að liðið geti náð einu af fimm efstu sætunum í spænska kappakstrinum. Hann segir að bíllinn geti það ef hann bilar ekki eða lendir í óhappi.
Spænski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt áhugaverður. Liðsfélagar glímdu og bílarnir rásuðu mikið um brautina. Mercedes mennirnir skiluðu fullu húsi stiga. Lewis Hamilton vann og Nico Rosberg varð annar.
Fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton eigi bara eftir að bæta við forskotið í heimsmeistarakeppni ökuþóra.
Nico Rosberg, ökumaður Formúlu 1 liðs Mercedes segir að það þurfi að endurhugsa tilraunir til að auka hávaða. Mercedes reyndi í dag að setja púströr á bílinn sem lítur út eins lúður.
Formúlu 1 æfingar standa nú yfir á Spáni. Max Chilton á Marussia kom öllum á óvart og náði besta tíma dagsins á æfingunni í dag.
Formúla 1 stefnir á meiri hávaða frá og með kanadíska kappakstrinum. Ýmsar aðferðir til þess verða prófaðar á æfingum eftir spænska kappaksturinn.