Högni sveipaður dulúð og þokka Frosti Logason skrifar 19. maí 2014 11:58 Söngvarinn og fjöllistamaðurinn Högni Egilsson úr hljómsveitinni Hjaltatalín er, líkt alþjóð veit, margslungin persónuleiki. Það var því mikið gæfuspor að sjónvarpsstöðin Bravó hafi náð að sýna um hann þátt í þáttaseríunni Lés Freres Stefson áður en stöðinni verður lokað, en eins og kunnugt er var öllu starfsfólki þar sagt upp fyrir skömmu og vinnur nú bara á uppsagnafresti. Stjórnandi þáttarins er Unnsteinn Manuel og tekst honum einkar vel að fá Högna til þess að opna sig sem gerir þáttinn sérlega skemmtilegan. Eitt atriði í þættinum er þó öðrum betra. Þar fer Högni yfir tónsmíðar sínar og gefur Unnsteini nokkur dæmi um snilld sína þar sem hann situr við píanóið. Senan minnir reyndar skuggalega mikið á atriði úr kvikmyndinni um hljómsveitina Spinal Tap frá árinu 1984. En þá var gítarleikari þeirrar sveitar, Nigel Tufnel, í svipuðum stellingum, sveipaður dulúð og hæfileikum, rétt eins og Högni. Kvikmyndagerðarmaðurinn Frosti Runólfsson hefur einmitt setta þetta í samhengi í nýju myndbroti sem hægt er að sjá hér að neðan. Harmageddon Mest lesið Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon The Cure, Kiss, Alice Cooper og fleiri á Paul McCartney heiðursplötu Harmageddon Stelpur lenda illa í netdólgum á Snapchat Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon
Söngvarinn og fjöllistamaðurinn Högni Egilsson úr hljómsveitinni Hjaltatalín er, líkt alþjóð veit, margslungin persónuleiki. Það var því mikið gæfuspor að sjónvarpsstöðin Bravó hafi náð að sýna um hann þátt í þáttaseríunni Lés Freres Stefson áður en stöðinni verður lokað, en eins og kunnugt er var öllu starfsfólki þar sagt upp fyrir skömmu og vinnur nú bara á uppsagnafresti. Stjórnandi þáttarins er Unnsteinn Manuel og tekst honum einkar vel að fá Högna til þess að opna sig sem gerir þáttinn sérlega skemmtilegan. Eitt atriði í þættinum er þó öðrum betra. Þar fer Högni yfir tónsmíðar sínar og gefur Unnsteini nokkur dæmi um snilld sína þar sem hann situr við píanóið. Senan minnir reyndar skuggalega mikið á atriði úr kvikmyndinni um hljómsveitina Spinal Tap frá árinu 1984. En þá var gítarleikari þeirrar sveitar, Nigel Tufnel, í svipuðum stellingum, sveipaður dulúð og hæfileikum, rétt eins og Högni. Kvikmyndagerðarmaðurinn Frosti Runólfsson hefur einmitt setta þetta í samhengi í nýju myndbroti sem hægt er að sjá hér að neðan.
Harmageddon Mest lesið Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon The Cure, Kiss, Alice Cooper og fleiri á Paul McCartney heiðursplötu Harmageddon Stelpur lenda illa í netdólgum á Snapchat Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon