Guðjón Baldvinsson gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í uppgjöri botnliðanna í sænska fótboltanum.
Guðjón skoraði mörkin á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik og þessi mörk lögðu grunninn að 3-0 sigri Halmstad á Brommapojkarna.
Kristinn Steindórsson var einnig í liði Halmstad og annar Bliki, Kristinn Jónsson, var í liði Brommapojkarna í leiknum.
Guðmundur Þórarinsson var svo í liði Sarpsborg sem gerði 1-1 jafntefli gegn Rosenborg í norska boltanum í kvöld. Þórarinn Ingi Valdimarsson kom af bekknum hjá Sarpsborg sem er í níunda sæti deildarinnar.
