Hagnaður Ford minnkar um 39% Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2014 11:30 Ford F-150 pallbíllinn er söluhæsta einstaka bílgerðin í Bandaríkjunum. Ford hefur skilað inn uppgjöri sínu fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og það var ekki til að gleðja hluthafa að hagnaðurinn minnkar um 39% frá árinu í fyrra. Hagnaðurinn var þó 118 milljarðar króna, en var 185 milljarðar í fyrra. Allur hagnaður Ford kemur á heimavelli í Bandaríkjunum og gott betur en það því þar hagnaðist Ford um 170 milljarða króna. Verra gengi annarsstaðar í heiminum dregur niður hagnað Ford. Í Evrópu nam tapið 22 milljörðum króna en minnkaði þó verulega frá fyrra ári, er tapið var 48 milljarðar. Annað markaðssvæði sem Ford tapaði á er í S-Ameríku og var það 58 milljarðar og jókst úr 25 milljörðum frá því í fyrra. Reksturinn í Kína og restinni af Asíu skilaði þó 33 milljarða króna hagnaði. Ford hagnaðist einnig á starfsemi sinni í miðausturlöndum og Afríku og skilaði hún 6 milljörðum í kassann. Ford seldi 6% fleiri bíla á fyrsta ársfjórðungi í ár en í fyrra, en salan í Bandaríkjunum minnkaði samt um 3%. Í þessu uppgjöri Ford nú verður að taka tillit til þess að Ford setti til hliðar 45 milljarða króna í sjóð sem notaður verður ef til skyndilegra innkallana kemur. Ef sá sjóður hefði bæst við hagnaðinn hefði hann aðeins orðið 12% minni en í fyrra, ekki 39% minni. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Ford hefur skilað inn uppgjöri sínu fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og það var ekki til að gleðja hluthafa að hagnaðurinn minnkar um 39% frá árinu í fyrra. Hagnaðurinn var þó 118 milljarðar króna, en var 185 milljarðar í fyrra. Allur hagnaður Ford kemur á heimavelli í Bandaríkjunum og gott betur en það því þar hagnaðist Ford um 170 milljarða króna. Verra gengi annarsstaðar í heiminum dregur niður hagnað Ford. Í Evrópu nam tapið 22 milljörðum króna en minnkaði þó verulega frá fyrra ári, er tapið var 48 milljarðar. Annað markaðssvæði sem Ford tapaði á er í S-Ameríku og var það 58 milljarðar og jókst úr 25 milljörðum frá því í fyrra. Reksturinn í Kína og restinni af Asíu skilaði þó 33 milljarða króna hagnaði. Ford hagnaðist einnig á starfsemi sinni í miðausturlöndum og Afríku og skilaði hún 6 milljörðum í kassann. Ford seldi 6% fleiri bíla á fyrsta ársfjórðungi í ár en í fyrra, en salan í Bandaríkjunum minnkaði samt um 3%. Í þessu uppgjöri Ford nú verður að taka tillit til þess að Ford setti til hliðar 45 milljarða króna í sjóð sem notaður verður ef til skyndilegra innkallana kemur. Ef sá sjóður hefði bæst við hagnaðinn hefði hann aðeins orðið 12% minni en í fyrra, ekki 39% minni.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent