BMW M235i jafnar tíma hins goðsagnakennda M3 CSL Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2014 08:45 BMW M235i er snöggur bíll. Þegar hinir þekktu M-bílar frá BMW eru annarsvegar eru fáir sem eru jafn þekktir og hinn goðsagnakenndi BMW M3 CSL, sem var sérstaklega léttur og aðeins framleiddur í 1400 eintökum fyrir 10 árum. Það er því magnað að hinn nýi M235i skuli jafna tíma M3 CSL á reynsluakstursbraut Auto Express tímaritsins. BMW M3 CSL er búinn 360 hestafla vél og auk þess sérstaklega léttur. Hann er með þynnra gleri en venjulegur M3, léttari hljóðeinangrun, minni búnaði og auk þess sem yfirbyggingin er að miklu leyti út koltrefjaefnastyrktu plasti. Niðurstaðan er sú að M3 CSL vegur aðeins 1385 kíló. M235i fer nokkuð aðrar leiðir til að ná árangri en M3 CSL en niðurstaðan er sú sama eins og áður kemur fram. M235i notast við þriggja lítra línuvél með túrbínu og skilar hann 320 hestöflum á móti 360 hestöflum M3 CSL. Tog M235i bílsins er hinsvegar meira auk þess sem þróun í hemlun skilar mikilli bætingu á tíma. Þá er M235i vitanlega búin öllum nútíma þægindum og tæknibúnaði, en margt af slíku var aukabúnaður í CSL. Hröðun í 100 km/klst tekur um 5 sekúndur og því eru um alvöru kraftabíl að ræða, enn eina ferðina frá BMW. Umboðsaðili BMW á Íslandi er BL og má reikna með einhverjir sýni nýja M235i áhuga enda er töluvert magn M bíla til á landinu. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent
Þegar hinir þekktu M-bílar frá BMW eru annarsvegar eru fáir sem eru jafn þekktir og hinn goðsagnakenndi BMW M3 CSL, sem var sérstaklega léttur og aðeins framleiddur í 1400 eintökum fyrir 10 árum. Það er því magnað að hinn nýi M235i skuli jafna tíma M3 CSL á reynsluakstursbraut Auto Express tímaritsins. BMW M3 CSL er búinn 360 hestafla vél og auk þess sérstaklega léttur. Hann er með þynnra gleri en venjulegur M3, léttari hljóðeinangrun, minni búnaði og auk þess sem yfirbyggingin er að miklu leyti út koltrefjaefnastyrktu plasti. Niðurstaðan er sú að M3 CSL vegur aðeins 1385 kíló. M235i fer nokkuð aðrar leiðir til að ná árangri en M3 CSL en niðurstaðan er sú sama eins og áður kemur fram. M235i notast við þriggja lítra línuvél með túrbínu og skilar hann 320 hestöflum á móti 360 hestöflum M3 CSL. Tog M235i bílsins er hinsvegar meira auk þess sem þróun í hemlun skilar mikilli bætingu á tíma. Þá er M235i vitanlega búin öllum nútíma þægindum og tæknibúnaði, en margt af slíku var aukabúnaður í CSL. Hröðun í 100 km/klst tekur um 5 sekúndur og því eru um alvöru kraftabíl að ræða, enn eina ferðina frá BMW. Umboðsaðili BMW á Íslandi er BL og má reikna með einhverjir sýni nýja M235i áhuga enda er töluvert magn M bíla til á landinu.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent