Jakkaföt fyrir skrifstofufólk á hjólum Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 14:54 Mikill kostur er að geta hjólað í vinnuna, hvað þá í jakkafötunum. Helsta kvörtunaratriði þeirra sem kjósa að hjóla í vinnuna er að þurfa að skipta um föt er komið er í vinnuna. Það er kannski úr sögunni, minnsta kosti á bjartari og heitari dögum því jakkafataframeiðandinn Parker Dusseau í San Francisco framleiðir nú jakkaföt sérhönnuð fyrir hjólreiðar. Þessi föt eru úr mjög teygjanlegu efni sem er blanda af Merino ull og teygjanlegu gerviefni. Buxurnar eru með þægilegri hjólabót í klofinu og vel er passað uppá það að saumar snerti hvergi hörund vegna hættu á núningssárum. Í mittinu er tvöföld gúmmiteygja sem heldur skyrtunni ofan í buxunum. Buxunum má rúlla upp að neðan og festa með þar til gerðri tölu án þess að krumpast, en hjólreiðamenn vilja ógjarnan festa buxur sínar í keðjunni. Í jakkanum eru teygjanlegir renningar sem hefta hjólreiðamenn ekki er þeir halla sér fram á stýrið, efni jakkans einfaldlega gefur eftir og teygist. Ytra byrði skyrtukragans og innra birði ermanna eru með endurskyni og því þarf aðeins að bretta uppá til að sjást betur í myrkri. Einnig er endurskyn innan í vösunum og þarf þá aðeins að bretta þá út og þegar þeir flagsa um í vindi verða þeir enn meira áberandi. Allt þetta fínerí kostar auðvitað skildinginn, eða um 730 dollara, sem útleggst á um 82.000 krónur. Mörg jakkaföt eru reyndar miklu dýrari en þessi. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Helsta kvörtunaratriði þeirra sem kjósa að hjóla í vinnuna er að þurfa að skipta um föt er komið er í vinnuna. Það er kannski úr sögunni, minnsta kosti á bjartari og heitari dögum því jakkafataframeiðandinn Parker Dusseau í San Francisco framleiðir nú jakkaföt sérhönnuð fyrir hjólreiðar. Þessi föt eru úr mjög teygjanlegu efni sem er blanda af Merino ull og teygjanlegu gerviefni. Buxurnar eru með þægilegri hjólabót í klofinu og vel er passað uppá það að saumar snerti hvergi hörund vegna hættu á núningssárum. Í mittinu er tvöföld gúmmiteygja sem heldur skyrtunni ofan í buxunum. Buxunum má rúlla upp að neðan og festa með þar til gerðri tölu án þess að krumpast, en hjólreiðamenn vilja ógjarnan festa buxur sínar í keðjunni. Í jakkanum eru teygjanlegir renningar sem hefta hjólreiðamenn ekki er þeir halla sér fram á stýrið, efni jakkans einfaldlega gefur eftir og teygist. Ytra byrði skyrtukragans og innra birði ermanna eru með endurskyni og því þarf aðeins að bretta uppá til að sjást betur í myrkri. Einnig er endurskyn innan í vösunum og þarf þá aðeins að bretta þá út og þegar þeir flagsa um í vindi verða þeir enn meira áberandi. Allt þetta fínerí kostar auðvitað skildinginn, eða um 730 dollara, sem útleggst á um 82.000 krónur. Mörg jakkaföt eru reyndar miklu dýrari en þessi.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent