Töframaðurinn bara í heimsókn hjá Ferrari Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2014 09:45 Ross Brawn að koma aftur? Vísir/Getty Ross Brawn, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari á gullaldarárum liðsins í Formúlu 1, heimsótti verksmiðju liðsins í Maranello á mánudaginn en segist þó ekki vera að snúa aftur til sinna gömlu félaga. Heimsóknin hefur leitt til sögusagna um að Brawn gæti hafið aftur störf hjá Ferrari en liðið hefur farið skelfilega af stað á tímabilinu og gengur lítið að gera bílinn samkeppnishæfan eftir róttækar reglubreytingar. „Ég var bara með vinahópnum á ferð um Ítalíu,“ segir Brawn í viðtali við íþróttablaðið Gazetta Dello Sport en Brawn yfirgaf stöðu sína sem liðsstjóri Mercedes í desember á síðasta ári. Ferrari er sagt áhugasamt um að fá Brawn aftur til starfa en með hann í brúnni varð Ferrari sex sinnum heimsmeistari bílasmiða í röð og þá hjálpaði hann Michael Schumacher að verða heimsmeistari ökuþóra fimm ár í röð. Brawn, sem stundum er kallaður töframaðurinn, keypti svo Honda-liðið og breytti því í Brawn GP árið 2009. Þar smíðaði hann ótrúlegan bíl sem Bretinn Jenson Button varð heimsmeistari á sama ár. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ross Brawn, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari á gullaldarárum liðsins í Formúlu 1, heimsótti verksmiðju liðsins í Maranello á mánudaginn en segist þó ekki vera að snúa aftur til sinna gömlu félaga. Heimsóknin hefur leitt til sögusagna um að Brawn gæti hafið aftur störf hjá Ferrari en liðið hefur farið skelfilega af stað á tímabilinu og gengur lítið að gera bílinn samkeppnishæfan eftir róttækar reglubreytingar. „Ég var bara með vinahópnum á ferð um Ítalíu,“ segir Brawn í viðtali við íþróttablaðið Gazetta Dello Sport en Brawn yfirgaf stöðu sína sem liðsstjóri Mercedes í desember á síðasta ári. Ferrari er sagt áhugasamt um að fá Brawn aftur til starfa en með hann í brúnni varð Ferrari sex sinnum heimsmeistari bílasmiða í röð og þá hjálpaði hann Michael Schumacher að verða heimsmeistari ökuþóra fimm ár í röð. Brawn, sem stundum er kallaður töframaðurinn, keypti svo Honda-liðið og breytti því í Brawn GP árið 2009. Þar smíðaði hann ótrúlegan bíl sem Bretinn Jenson Button varð heimsmeistari á sama ár.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira