Hún segir að hægt sé að notast við hefðbundið litað prentarablek, sem sé sami liturinn og snyrtivörufyrirtækin nota í vörur þeirra og sé samþykkt af lyfjaeftirliti Bandaríkjanna.
„Þeir rukka hátt álag á eitthvað sem tæknin útvegar ókeypis – liti,“ sagði Choi.
Litaprentarar eru aðgengilegir öllum og hægt er að ná sér í ákjósanlega liti af internetinu.
Choi hefur sýnt hvernig þetta virkar eins og sjá má hér að neðan og ætlar sér stærri hluti með þessa hugmynd í framtíðinni.