Guðjón Baldvinsson gæti verið á leið frá Halmstad í Svíþjóð til Danmerkur en sænska blaðið Expressen greinir frá því að nokkur dönsk félög hafi áhuga á framherjanum.
Blaðið segir að fulltrúar nokkurra danskra félaga hafi verið í stúkunni í gærkvöldi þegar Guðjón skoraði í 2-2 jafntefl gegn AIK. Þetta var hans fyrsta mark á heimavelli síðan 2012 þannig hann valdi sér réttan tíma til að skora.
Randers, sem Theodór Elmar Bjarnason leikur með, er eitt þeirra félaga sem hefur áhuga á Guðjóni en samningur hans rennur út eftir leiktíðina í haust.
„Ég hef ekki verið beðinn um að framlengja. Ég veit ekki hvort þeir hafi áhuga á því,“ segir Guðjón í samtali við Expressen en hvað finnst honum um það?
„Kannski eru þetta skilaboð til mín. Ég veit að Halmstad er búið að tala við aðra leikmenn en ekki mig. Kannski vilja þeir bara ekki halda mér,“ segir Guðjón Baldvinsson.
Guðjón skoraði 16 mörk í 29 deildarleikjum fyrir Halmstad þegar liðið komst upp úr 1. deildinni fyrir tveimur árum og fimm mörk í 29 leikjum í fyrra er liðið hélt sér uppi í úrvalsdeildinni.
Markið gegn AIK í gær var hans fyrsta í deildinni á þessu tímabili í átta leikjum.
Randers og fleiri félög á eftir Guðjóni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti

Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn