Kristinn Steindórsson var hetja Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði þá sigurmark liðsins í Íslendingaslag á móti Helsingborgs IF.
Kristinn skoraði sigurmarkið á 49. mínútu leiksins en hann var í byrjunarliðinu eins og Guðjón Baldvinsson. Kristinn spilaði allan leikinn en Guðjón var tekinn útaf í uppbótartíma.
Kristinn skoraði þarna sitt annað mark á tímabilinu og hann er því þegar búinn að gera betur en í fyrra þegar hann var með bara eitt mark í 19 deildarleikjum.
Arnór Smárason spilaði fyrstu 70 mínúturnar með Helsingborg-liðinu. Johan Blomberg kom Halmstad í 1-0 á 3. mínútu en Mattias Lindström jafnaði fyrir Helsingborg á 30. mínútu.
Þetta var fyrsti sigur Halmstad á tímabilinu en liðið sat á botninum fyrir leikinn með aðeins eitt stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum.
Kristinn tryggði Halmstad fyrsta sigur tímabilsins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn


Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
