Arna-Bjørnar bar í dag sigurorð af Trondheims-Ørn í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í kvennaflokki.
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir var í byrjunarliði Arna-Bjørnar, en var skipt af leikvelli á 59. mínútu, tveimur mínútum eftir að Lisa Fjeldstad Naalsund skoraði eina mark leiksins.
Fanndís er á sínu fyrsta tímabili hjá Arna-Bjørnar, en hún lék með Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni í fyrra.
